Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 20
1G
BUFRÆÐINGURINN
Skálpastöðum, Pétur Bjarnason bóndi, Grund, og lil vara
Daníel Fjeldsteð bóndi, Bárustöðum.
Fundi slitið.
Þorgils Guðmundsson, Þorsteirin Guðmundsson,
fundarstjóri. fundarritari.“
Þá verða hér birt
Lög nemendasambands Bændaskólans á Hvanneyri,
eins og ]>au voru samjivkkt ií fundinum 22. apríl 1937.
1. grein.
Sambandið heitir Hvanneyringur.
2. grein.
Tilgangur sambandsins er:
a. AS efla hag Bændaskólans á Hvanneyri og landbúnaðarins i
heild sinni.
b. Að halda viS og auka kynningu og samstarf meðal þeirra, sem
stundað hafa nám og kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri
og stuðla að því, að samband þeirra við skólann verði sem
traustast.
3. grein.
Tilgangi sinum vill sambandið fyrst og fremst ná með þvi:
a. Að gefa út ársrit, er aðallega fjalli um landbúnaðarmál, en
flytji jafnframt fréttir frá Bændaskólanum á Hvanneyri og
Ilvanneyringum, eftir því sem föng eru á, og skulu því með-
limir sambandsins tilkynna stjórn þess, helzl bréflega, ef þeir
skifta um bústað eða störf.
b. Að halda nemendamót fimmta hvert ár, það fyrsta á Hvann-
eyri vorið 1939.
4. grein.
Félagar geta allir orðið, sem hafa stundað nám eða kennslu við
Bændaskólann á Hvanneyri minnst einn vetur. Stjórnin veilir nýj-
um meðlimum inntöku. Skulu þeir rita nöfn sín og heimilisfang
í sérstaka bók fyrir meðlimi Hvanneyrings.
5. grein.
Æfigjald í sambandið er 5 kr. og greiðist við inntöku. Skal þeirri
upphæð varið til Útgáfú ársritsins, enda fái meðlimir það með
nokkru vægara verði en aðrir.