Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 116
112
B Ú F R ÆÐINGURINN
Ka rtöíl u pl ógu r.
1 III. árg. Búfræðingsins var lýst kartöfluplóg .Tóns á
Gemlufalli. Síðan hefir hann verið reyndur á nokkrum
stöðum á landinu. Meðal annars fengum við einn slíkan
plóg að Hvanneyri síðastl. haust. Gerði ég nokkrar athug-
anir um notkun Iians og taldist svo til, að hann flýtti upp-
skerunni um ca. 25%. Má það teljasl sæmilegt og væri slíkt
verkfæri, sem kostar innan við 50 kr., ekki lengi að horga
sig. Að líkri niðurstöðu komst
Halldór Albertsson, Dálksstöðum, Eyjafirði, og skrifar
hann 2. inarz 1938 á þessa leið:
„Þér hafið heðið mig um nokkrar linur, þar sem ég segði
af revnslu minni um kartöfluplóg þann, sem ég keypti
al' Jóni Ólafssyni á síðastliðnu hausti, og vil ég reyna að
verða við þeirri bón.
Ég notaði plóg þennan í garði, sem var 2Yz dagslátta að
stærð. Þar sem útlend afbrigði voru vel sprottin, fannst
mér árangurinn sérstaklega mikill. Þá kom það fram, að
kartöflurnar hrundu vel úr moldinni. En aftur á móti þar
sem um hið rauða íslenzka afhrigði er að ræða, einkan-
lega þar sem þær voru venju fremur smáar i haust, j)á
þvældust þær meir saman við moldina og því ekki eins
góður árangur með þær. Ég gerði æði oft samanhurð á
þeirri vinnuaðferð, sem ég hefi notað að undanförnu, sem
er að stinga undir grasið og tína svo, og samanhurð-
urinn vildi alltaf sýna það, að flýtisaukinn af plógn-
um mundi vera óhætt að ákveða x/4- Niðursetningu hag-
aði ég þannig, að ég raðsetli, og lágu raðirnar á hlið við
hallann; hafði ég svo hara einn liest fyrir plógnum i haust.
Hesturinn gekk í götunni ofan við j)á röð, sem upp var
plægð. Milliband meterslangt hafði ég l'rá plógnum í
skeflið og gerði j)að að verkum, j)ar sein plógurinn var
ekki alveg beint á cftir, að liðugra var að sveigja plóginn
til hliðar eftir vild. Éigi jilægði ég nema 8 raðir í einu;
fór úr þvi að verða langt að kasta grasinu frá sér, en það
tók ég upp áður en ég fór að plægja. Við notkun plógs-