Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 81
BÚFRÆÐINGURINN
77
hafa að vísu ekki verið gerðar hér, en þær rannsóknir,
sem fyrir liggja, benda eindregið til þess, að sjúkdómur-
inn sc mjög sjaldgæfur. Berklar í nautgripum eru aflur á
móti mjög úthreiddir í ýmsum löndum Evrópu (Þýzka-
landi, Frakklandi og Englandi) og valda miklu tjóni. Það
er löngu sannað, að fóllc hefir sýkst af berklum við neyzlu
mjólkur úr berklaveikum kúm, einkum eru börn næm
fyrir slikri smitun. Samkv. þýzkum slcýrslum til ársins
1927, var liægt að rekja berklasmitun til mjólkur i 13,3%
af 2562 rannsökuðum sjúkdómstilfellum, þar af 22,5%
börn innan 5 ára aldurs. Nefnd, sem framkvæmdi sams-
konar rannsóknir í Englandi, lcomst að þeirri niðurstöðu,
að berklaveiki í börmim stafaði í um belming rannsakaðra
tilfella frá mjólkursmitun. Þá liefi ég og séð þess getið, að
kirtlabólga i börnum (erlendis) stafi mjög oft frá lcúa-
berklum (injólkursmitun). Einn héraðslæknir liefir fært
það í tal við mig, að mjög væri æslcilegt, að kýr væru
berklaprófaðar á þeim stöðum, þar sem mikið ber á kirtla-
bólgu í börnum. Ég er lækninum fyllilega sammála í því,
að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið, hvorl berklaveilcar
kýr séu lil á þessum svæðiun, sem setja mætti kirtlabólgu
barnanna í samband við. Yfirleitt verður að lelja það illa
farið, að ekki skuli liafa verið meira að Jiví gert að berkla-
prófa kýr en ennþá er orðið, þar sem stórum fjárliæðum
er árlega varið iil berklavarna. Væri æskilegt að samstarf
gæli liafizt með héraðslæknum og dýralæknum í þessu
efni. Ilvernig komast þá berklasýklarnir í mjólkina?
Sé um júgurberkla að ræða, eru ógrynnin öll af sýklum
i mjólkinni, er hún kemur úr júgrinu. Er sú mjólk eink-
um varasöm vegna þess, að fyrst i stað sjásl cngar hreyt-
ingar á henni. Berklasýklar gela einnig borizt i mjólkina
eflir að bún er komin úr júgrinu, við mjaltir eða eftir
mjaltir, og ó slíkt sér stað, þar sem kýr eru veikar af
lungnaberklum, þarma- eða legberklum með útferð. —
Berklasýlclarnir eru i saur lcúnna og útferð (úr legi eða
nösum) og geta þvi liæglega borizt í mjólkina við
mjaltir.