Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 32
28
B Ú F R Æ Ð 1 N G U R I N N
orsakast af „praktiskum“ ástæðum bændanna. Þetta kem-
ur iiarðast niður á kálfunum, þar sem þeir eru strax við
fæðingu rændir móðurumhyggjunni. Fyrstu dagana eftir
fæðingu eru lcálfarnir þó vonandi víðast livar fóðraðir
með mjólk sinnar eigin móður, en aldrei getur sú fóðrun
af mannaliöndum orðið meltingar- og líffærum kálfanna
i heild eins eðlileg og ef þeir gengu með móður sinni. Hinu
nána og nauðsynlega samhand móður og afkvæmis gera
menn sér enganveginn nógu ljósa grcin lyrir. Fóðrun kálf-
anna, og þó sérstaklega ungkálfanna, er því víða áhóta-
vant og fer stöðugt í liandaskolum, sem gerir hændum og
þeim, er við fóðrunina fást, tjón og leiðindi. Ég vil því í
eftirfarandi kafla skýra helstu atriðin, sem oftast valda
mistökum i þessu efni.
Fóðrun kálfa og ungviða yfirleitl er svo nátengd upp-
eldi, vexti og þroska líkamans, að óhjákvæmilegt er að
fara nokkrum orðum um vöxt almennt.
Vaxtartími húsdýrategundanna er tímahilið frá fæð-
ingu þeirra til fullrar þroskunar. Á þessu tímabili er likami
]>eirra undirorpinn meiri hreytingum heldur en á nokkru
öðru timahili æfinnar. Efnasamsetning líkamans hreytist
stórkostlega. Iiún er í nýfæddum káll'i ea. 72% vatn, 4%
fita, 20% köfnunarefnissamhönd (eggjahv.) og 4% slein-
efni, en í fullþroska, 2,5—3 ára nautgrip 40—50% vatn,
35—40% fita, 16 % köfnunarefnissamh. (eggjahv.) og
3—4% steinefni. I feitum gripum getur fitan orðið meiri
en vatnið. Þar sem fóðurefnin verða alltaf að vera, að
meira eða minna leyti, í efnahlutfalli við likamsefnin, er
slrax hægt að slá þvi föstu, að efnasamsetning fóðursins
verður að vera önnur handa ungviðum, sem eru í örum
vexti heldur en fullþroska grip.
Vöxturinn er örastur fyrstu mánuði æfinnar, þá þurfa
ungviðin minnst fóðurmagn fyrir Iivert kg, sem þau
þyngjast. Þess vegna er það í flestum tilfellum arðmest
að fóðra rétt og vel meðan vöxturinn er örastur og vaxtar-
gctan mest. Við það vinnst venjulega tvennt: í fyrsta lagi