Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 27
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
23
að annars eða þriðja flokks vöru, þótt framleiðsla hennar
liafi annars verið vönduð og alls þrifnaðar gætt.
Önnur tilraun var gerð til þess að komast eflir, hversu
oft mætti nota sama skolvatnið. Reyndist það svo, að nægi-
legt var að nota 5 lílra af klórkalk-upplausn til skolunar
á fimm mjólkurbrúsum 50 l, þar sem hver brúsi var skol-
aður eftir annan mcð sama skolvatni. Til þessa þarf ekki
nema 50 cm3 af frumupplausninni.
Þriðja tilraunin var gerð til þess að sýna, hverja þýðingu
það hefir, að mjaltarinn sé með hreinar hendur. El'tir að
liann hafði mjólkað 3 kýr, var skolað af liöndum hans með
dauðhreinsuðu (soðnu) vatni (V2 liter) og fundust í því
2600000 gerlar pr. cm3 eða 1300 milljónir gerla i Y> liter.
Eftir að hann á ný liafði mjólkað aðrar 3 kýr, voru hendur
hans fyrst skolaðar úr klórlcalk-upplausn og siðan með
dauðhreinsuðu vatni og fundust þá í því aðeins 260 gerlar
pr. cm3 eða 10 þúsund sinnum færri gerlar. Þetta er meðal-
tal af 9 rannsóknum.
Fjórða tilraunin átti að sýna gerlamagn í mjólk rétt eftir
mjaltir, bæði i fjósi og úti og með og án klórvatnsskolun-
ar. Kom þá í ljós:
1. Að þegar mjólkað var í fjósi á venjulegan hátt án ldór-
kalks, reyndist gerlamagn mjólkurinnar 52090 gerlar pr.
cm3.
2. Að þegar mjólkað var úti án klórkalks var sú tala
13440 gerlar.
3. Að þegar mjólkað var í fjósi og fötur, liendur mjaltar-
ans og júgur kýrinnar þvegið og síðan skolað með klórkalk-
vatni, reyndist gerlamagnið aðeins 3407 gerlar pr. cm3.
Mjólkin var því 4 sinnum gerlaminni, þegar mjótkað var
úti heldur en inni í fjósi og 15 sinnum gerlaminni þegar
júgur, heiidur og mjólkurfötur var skolað með klórkatk-
vatni.
Eftir tilraunirnar var skolun með klórkallcvatni reynd á
nokkrum búgörðum og gérlamagn mjólkurinnar ákveðið
* mjólkurbúinu cins og ávallt er gert í dönskum mjólkur-
búum. Kom þá í ljós, að klórvatnsskolunin minnkaði