Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 79
B Ú F R Æ Ð I N G U RI N N
75
bygghálmur. Yfirleitt er bygg- og hafrahálmur líkt lélegu út-
heyi að fóðurgildi. Úr honum má og búa lil mottur o. fl.
Rúgurinn er þriðja tegundin, sem reynd hefir verið hér
á landi, en liann liefir eingöngu verið ræktaður í tilraun-
um. Þær tilraunir lofa að vísu góðu, en sennilega er ræktun
hans meiri erfiðleikum bundin.
Hveiti liefir þroskast á Sámsstöðum, nokkur afbrigði.
Efnarannsóknir á íslenzku korni hafa leitt í ljós, að það
stendur ekki að baki sömu tegundum erlendum að næring-
argildi, enda haí'a livgg'ið og hafrarnir náð hér fullum
lífeðlislegum þroska og hafa enn fullkomið grómagn, eftir
að hafa verið ræktaðir hér í 14 ættliði.
Ivorn verður ekki ræktað til lengdar á sama stað. Upp-
slceran minnkar, sjúkdómar gera vart við sig og kornið
hættir loks að þroskast. Forfeður okkar höfðu ekki önnur
ráð en að livíla akurinn öðru hvoru, láta hann ganga í tröð,
sem kallað var. Sáðskipti eru betri. Þau eru einskonar
skipulagning jarðræktarinnar, þannig að skipta um rækt-
unarplöntun með vissu árabili í sama landi. Þau gætu t. d.
verið þannig: Að brjóta landið og rækta liygg fyrsta ár.
Rækta iiafra næsta ár. Þriðja árið kartöflur. Fjórða árið
kartöflur eða kál. Fimmta árið mætíi svo byrja á nýjan
leik eða gera landið að túni. Auðvitað má haga sáðskipt-
unum á margan hátt eftir áslæðum. Tún með tveggja til
fjögra ára forræktun gefur mikið meira af sér en það
iand, sem gert er að túni slrax fyrsta ár. Tíð vinnsla jarð-
vegsins eykur gerlalif hans og hætir eðlisástand hans á
allan hátt. Með sáðskiptum notast áhurðurinn og öll nær-
ingarefni hetur. Uppskeran verður meiri og betri vara.
Sjúkdómar verða vægari. Kornrækt og sáðskipti hljóta að
fylgjast að.
Kornræktin verður hagkvæmast rekin i sambandi við
aðrar búgreinir. Gildi hennar er ekki eingöngu fólgið í
kornuppskerunni sjálfri, heldur þvi jafnframt, live vel liún
býr jarðveginn undir aðra rælctun. Hún er því vel til þess
fallin að vera ein búgrein bænda, og á þann liátt getur
hún orðið lyftistöng í íslenzkum landbúnaði.