Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 102
98
B Ú F R Æ ÐINGURINN
Framan á gangás „dvnamósins11 er fest skrúfa úr tré, 75
cm. löng og 10—12 cm. breið; er hæfilegt að gera hana úr
1 tommu þykku borði og lála þykktina ráða hallanum á
blöðum skrúfunnar. Nú þarf að liafa járnpípu, sem er
mátuleg innan í pípuna, sem fest var neðan á plankann;
hana rekur maður ofan í staur og l)ýr svo um, að taka megi
niður um hana leiðslurnar frá „dynamónum“ og út úr
staurnum fvrir neðan pípuna.
Staurinn setur maður svo niður, þar sem vel liggur fvrir
vindi, annaðhvort upp á liús eða hól. Þetta tæki þarf ekki
að kosta meira en 70—100 krónur. Það er aðallega „dyna-
móinn" ásamt straumrofa og ampermælir, sem þarf að
kaupa. „Vindvélina" getur liver búhagur maður smíðað.
Ég hefi nú eklti fleira um þetta að segja, og þætti vel,
ef það gæti orðið einhverjum til hjálpar, sem langar til að
fá sér útvarpstæki, en sér fram á vandræði með að fá raf-
geyminn hlaðinn. ()skar y Danielsson, Hnnkabvekkn.
Heysleði Páls á Steindórsstöðum.
í III. árg. Búfræðingsins er lýst aðferð Páls á Steindórs-
stöðum í Reykholtsdal við að draga lieyið lieim í hlöðu.
En sú aðferð er i stuttu máli fólgin í því, að hann dregur
fyrst sætin (galtana) upp á sleðann, með einskonar ýtu og
beitir 2 hestum fvrir. Þurfa sætin þá að vera hæfilega stór,
hvert þeirra eitt sleðahlass, eða um 5—6 hestburðir.
Það magn draga 2 hestar léttilega, því að sleðinn er á
hjólum. Þegar heim að hlöðu kemur, lætur svo Páll hest-
ana draga heyhlassið inn með talíu-útbúnapi, sem fesl er
inni i hlöðunni, og er öllu þessu nákvæmlega lýst i áður-
nefndri grein og verður því ekki endurtekið hér.
Nokkrir bændur hafa reynl þennan úlbúnað, og vil ég
hér setja umsögn tveggja þeirra:
Stefán Baldvinsson, bóndi í Stakkahlíð í Loðmundarfirði,
N.-Múlasýslu, skrifar 4. okt. 1937:
„t fyrra sumar barst hingað fyrir tilviljun eitt hefti af