Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 128
124
B Ú F H Æ Ð 1 N G U R I N N
Blaöafélagið fær l'Iesl helzlu tímarit og blöð, íslenzk. Er
það mikið lesið og lagt fram í aðra kennslustofuna um
hverja Iielgi. Formaður: Iiaukur Jörundsson, kennari.
Bókasafnið liefir verið notað með minna móti. Alls hafa
verið lánaðar út 2. marz um 100 hækur, þar af tímarit um
21%, skáldsögur 30%, kvæði og leikrit 11%, búfræði og
náttúrufræðibækur 8%, fornbókmenntir og saga 0% og
þjóðfélagsfræði o. fl. um 24%. Langmest er því lesið af
skáldsögum og tímaritum. Bókavörður er Guðmundur
Jónsson kennari.
íþróttir og skennntanir.
Knattspyrna hefir verið mikið iðkuð í vetur, en leikfimi
fremur stopul og glímur mjög litið stundaðar. Skíðafæri
og skautafæri kom um tíma og voru þær iþróttir allmikið
iðkaðar þá. Við skólann starfar félag, er nefnist slcauta-
og skíðafélag og vinnur það að eflingu þessara íþrótta.
Með stvrk frá skólanum. og söfnunarsjóði keypti það í
haust 10 „pör“ af skautum og lét slcerpa þá skauta, er til
voru fvrir. Á félagið nú 20 skautapör. Skautarnir kost-
"uðu 14.85 kr. „])arið“. Félagar, er standa að sjóðnum eru
61. Til eru alls 6 „pör“ af skiðum. Gísli Audrésson hafði á
hendi eftirlit með eignum sjóðsins og annaðist afhendingu.
Skemmtanir á sunnudögum hafa verið með líku sniði
og undanfarið: Dansað frá kl. 5 til 8 og kl. 10 (eða IOV2)
til 11, en kl. 9 til 10 (eða IOV2) hafa kennarar og skóla-
piltar skemmt með skuggamyndum, upplestrum, erind-
um, smáleikjum og söng.
Aðalskemmtunin var haldin 19. fehr. Var ágætt veður.
Aðkomugestir voru með fæsta móti, aðeins um 100 manns.
Halldór Sigurðsson skólapiltur stjórnaði samkomunni.
Ncmendur léku sjónleikinn „Villidýrið“ og var gerður góð-
ur rómur að. Þórður Halldórsson skólapiltur flutti erindi
og skólapiltar sungu undir stjórn söngkennarans. Auk
Jiess sýndi Ólafur Magnússon nokkrar smá-kvikmyndir.
Ólafur var þá hér við myndatöku. Fyrir dansi var spilað
á harmoniku af tveimur Hvanneyringum.