Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 28
24
BÚFRÆÐINGURINN
gerlamagn mjólkurinnar á öllum búgörðunum og þa'ö mjög
mikið. A einum þeirra minnkaði það úr 4,3 milljónum
niður i 300000, á öðrum úr 1,7 milljónum niður í 61000, á
þeim þriðja úr 390000 i 88000 og á þeim fjórða úr 152000
niður í 72000, en allar tölurnar eru gerlar pr. cm3. Vilji
menn reikna út gerlamagnið í líter, á að margfakla þess-
ar tölur með 1000.
Framanskráðar tölur bera það með scr, að í mjólkinni
er mikill fjöldi gerla, og verður því i raun og veru að fara
með liana eins og væri bún lifandi efni. En tölurnar sýna
það lika, að með þrifnaði og góðri meðferð, er hægt að
forðast gerlana allmikið og fækka þeim margfalt móts við
það, sem þeir eru venjulega. Og þá fyrst er liægt að búast
við, að mjólkin verði góð vara og að liægt sé að fá fvrir
liana liátt vcrð og þær mjólkurafurðir, sem úr lienni eru
gerðar.
Ilvað kosla þessar ráðstafanir, sem bér hafa verið
ræddar?
í fvrsta lagi kosta þær hiröusemi 0(j þrifnaö. Eftir vand-
legan jivott úr sóda- eða kalkvatni með mjólkurburstum,
sem ekki eru til annars notaðir, á að skola öll mjólkurílát
með klórkalkvatni, einnig mjólkursíur og yfirleitt (ill á-
liöld, er koma í snertingu við mjólk. Ennfremur þarf
mjaltarinn að bafa við böndina upplausn af klórkalki
meðan á mjöltum stendur. Er bezt að bafa það í tréfötu
eða tréstamp. í kerinu eru hafðir klútar einn eða fleiri.
Um leið og mjaltarinn byrjar slarf sitt og liefir gengið frá
klórvatninu i kerið, tekur hann einn klútinn, vindur hann
utan við kerið, en sótthreinsar um leið bendur sínar með
því að dýfa þeim ofan í klórvatnið i kerinu, en áður verð-
ur bann að liafa þvegið sér úr sápuvatni. Með klórvatns-
klútnum þurrkar bann svo vandlega júgur, læri og lcvið
kýrinnar og sótthreinsar með því meira eða minna þá
hluta liennar, sem koma í nánd við mjólkurfötuna. Þetta
er svo endurtekið við bverja kú, sem mjólkuð er. Sé kýrin
mjög óhrein, getur verið ástæða til að vinda klútinn og