Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 84
80
BUFRÆÐINGURINN
um saman. — 1 þessu sambandi get ég elclci lálið hjá liða
að minnast á þann háskalega ósið, sem því miður á sér
stað ennþá á sumum stöðum, að fjósið er notað sem sal-
erni. Auk þess sem þetta er menningarleysi og viðbjóðs-
legt, getur það einnig verið stórhætlulegt. Ilugsum okkur,
að meðal'þess fólks, sem notar fjósið á þennan hátt, væri
taugaveikissýkilberi!
Skarlatsótt, barnaveiki, mislingar o. fl. sjúkdómar geta
einnig borizt með mjólk og eru ekki mörg ár siðan að
rekja máiti skarlatsóttarfaratdur hér á landi til mjólkur-
neyzlu.
Nú eru sem betur fer til ráð, til þess að koma i veg
fyrir að sýking geli átt sér stað úr mjólk, jafnvel þó að
í henni séu sóttkveikjur, og á ég þar við ýmsar gerilsneyð-
ingaraðferðir (Pasteuriserun og ýmsar aðrar hitunarað-
ferðir). En erindið með þessum línum er að henda á það,
að fullkomin nauðsyn er á því, að allrar varúðar og vand-
virkni sé gætl við framleiðslu og dreifingu neyzlumjólk-
urinnar. Pað er heldur ekki alll fengið með þvi, þó að
mjólkin sé gerilsneydd, þó að mikið öryggi felist vitanlega
í þeirri ráðstöfun, og mjög víða er þvi miður ekki hægt
að koma við gerilsneyðingu. Óhrein, illa kæld og að öðru
leyrti sóðalega meðfarin mjólk er alltaf viðbjóðsleg, jafn-
vel þó hún sé gerilsneydd.
Takmarkið verður að vera það, að neyzlumjólkin sé úr
heilbriyðum kúm, unnin við slranyasta hreinlæii.