Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 58
Jarðvinnsla.
Búfr. hafa borizt eftirfarandi greinar um jarðvinnslu frá þeim
Guðm. Benediktssyni og Sigurði Loftssyni, þar sem þeir enn ræða
um jarðvinnslu með hestum og dráltarvél. Rilstj.
I. Athug'asemd.
í III. árg. Búfr. skrifaði cg grein um jarðvinnslu með
(lráttarvél, þar sem leitast var við að gera grein fyrir, hvað
kostaði að vinna lia, niiðað við umferðavinnu og tilteldnn
vinnutíma árlega.
Reiknað var út frá raunverulegum stofn- og relcsturs-
kostnaði, eftir þvi verðlagi, sem verið hefir hin síðari ár á
sérhverju, er þarf til slíkrar vinnu. Eini liðurinn, sem orðið
hefir að áætla, er viðhald eða fyrning véla og verkfæra,
sökum þess að áreiðanlegar heimildir eru ekki lil hér á
landi um endingu dráttarvéla og tilheyrandi verkfæra.
Eins og fyrrnefnd grein her með sér, er reynsla mín, að
fullvinna megi ha fyrir um kr. 150.00.
Þá varpaði ég fram ]>eirri ósk, að fleiri athuguðu þetta,
og borin væri saman jarðvinnsla með dráttarvél annars-
vegar, en hestum hinsvegar.
Það vildi svo til, að í sama árg. Búfr. birtist frásögn af
nokkrum nýræktartilraunum, gerðum að Hvítárhakka. Þótt
þar sé ekki um beinar jarðvinnslutilraunir að ræða, þá
gefa þær þó nokkrar I)endingar um vinnslukostnaðinn
með heslum og hestaverkfærum, en hann reyndist, þegar
plægt var og herfað, yfir kr. 500.00 pr. ha, þó að reiknað
væri með lágu kaupi jarðyrkjumanns og aðeins unnið á
einum slað.