Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 76
72
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
jafngóð. Korninu er þá dreift með sömu aðferð og tilbún-
um áburði. Nauðsynlegt er að dreifa því jafnt, en það er
vandalitið, þvi að kornið sést greinilega ofan á moldinni.
Sáðmagn er liæfilegt 200 kg af byggi og höfrum, en 120 kg
af rúg pr. ba. Sé lcorninu handsáð, þarf að fella það niður,
t. d. með hálfskekktu diskaherfi, en sé um smátilraun að
ræða, má fella það niður með hrífu. Sáðdýpt cr liæfileg
3—5 cm.
Bezt er að sá se.m fyrst og ekki er ráðlegt að sá síðar til
þroskunar en 20. maí. Þótt klaki sé í jörð, má ekki draga
að sá, ef aðeins er hægt að búa plöntunum mjúkan og
myldinn vaxtarbeð. Kornið þolir að gaddfrjósa, livað eftir
annað á fyrsta vaxtarskeiðinu, en síðari lduta sumars þolir
það froslin illa, ekki yfir 3—4 gráður. Þá er lcorninu liætt
við að missa grómagn silt, en fullri stærð og þyngd getur
það engu að síður náð og verið jafngott fóður.
Á sumrin er ekkert við kornið að gera, þangað til það
er þroskað. Þá hefst kornskurðurinn. Þroska kornsins má
nokkuð marka af litnum. Þegar liður á sumarið, fara akr-
arnir að gulna, sem er merki þroskunarinnar. \rissasl er
þé) að skoða kjarnana sjálfa. Þegar þeir eru orðnir seig-
harðir, t. d. svipaðir volgu vaxi, er komiuu tími til að upp-
skera. Eftir það er korninu hætt við foki, þvi að það losnar
i axinu um leið og það þroskast. Þá má ekki gevma að slá
það. Sc landið ekki því stærra, er henlugast að nota orf
og ljá, en annars sláttuvél. Á liana er þá fesl „vifta“ og
fleira þar tilheyrandi. Á venjulegt orf er fest grind. Hlut-
verk liennar er að varna því að kornstengurnar falli aftur
yfir ljáinn, þegar slegið er. Sláttumaðurinn slær inn í akur-
inn, að því óslegna. Hvolfir hann við enda hvers ljáfars
hálminum gætilega af, þannig að allar kornstengurnar
snúi eins, og frá manni. Kornið er svo tekið frá og bundið
í knippi áður en næsti skári er sleginn. Kornstengurnar
sjálfar má nota til’að binda utanum þau eða garn. Knippin
mcga ekki vera stærri en það, að hægt sé að spanna þau, en
mjórri, ef bleytur ganga. Knippin eru reist upp 5-—8 saman