Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 158
BÚFRÆÐINGURINN
154
Til athugunar fyrir umsækjendur skólans.
Bókleg kennsla byrjar fyrir yngri deild 15. olctóber ár hvert.
Nemendur kosta veru sína sjálfir þann velur (fyrri námsvetur sinn).
Verkleg kennsla byrjar um mánaðamót apríl og mai og stendur yfir
til 1. október. Er ætlazt til, að nemendur liafi frítt uppihald, fæSi
og þjónustu hinn siSari vetur gegn vinnu þeirra i verknáminu og
aS auki 100 kr. styrk. — Ilægt er aS veita nemendum lieimfarar-
leyfi um hásláttinn, ca. 2 mán., ef sérstakar heimilisástæSur þeirra
mæla meS þvi. Þá þarf umsækjandi, um leiS og liann sendir umsókn
sína, aS óska eflir slíku.
Umsóknir um skólavist þurfa aS vera komnar til skólastjóra fyrir
lok ágústmánaðar ár hvert. Með umsókn skal fylgja: Upplýsingar
um aldur og undirbúningsmenntun. Yfiriýsing frá fullveðja manni
um það, að hann gangi í ábyrgð fyrir öllum greiðslum og skuld-
bindingum umsækjanda.
1 byrjun hvers skólaárs fer fram læknisskoðun á öllum nem-
endum. Komi þá í Ijós, að einhver sé haldinn næmum sjúkdómi,
sem geti orðiS hinum nemendunum að skaða, verður hann að víkja
úr skólanum; þess vegna eiga umsækjendur að láta lækni skoða
sig áður en þeir leggja af stað, til þess að eiga ekki á hættu að verða
lálnir fara heim aftur.
Kennslubækur, sem notaðar eru við skólann, ásamt ritföngum og
öðru, er að kennslunni lýtur, fást á staðnum. Nemendur verða að
liafa með sér sængurföt og iveruföt til skipta, sem eiga að vera vel
merkt og í góðu standi, þegar þeir afhenda þau þjónustu sinni að
liaustinu. Saumgarn og bætur á föt sín leggja nemendur lil sjálfir.
Þeir, sem senda farangur sinni sjóveg, þurfa að merkja liann
greinalega:
(Nafn nemandans).
Hvanneyri, Borgarnes,
um Reykjavík.
Runólfur Sveinsson,
tikólasljóri.