Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 7

Morgunn - 01.12.1978, Page 7
HIMNASYNIR SWEDENBORGS 101 Emanuel Swedenborg fæddist í góðum efnum. Faðir hans var biskup, vinur sænsku konungsfjölskyldunnar, stórgáfaður og mikils metinn maður. Móðir hans var hins vegar ósköp venjuleg kona, hyggin og heiðarleg dóttir námuforstjóra ríkis- ins. Við fæðingu drengsins varð föður hans litið til himna og ákvað að hann skyldi heita Emanuel, sem þýðir „Guð er með oss“. En hin hagsýna móðir hafði meiri áhuga á að vita, hve mikið sveinn vó á voginni. Að sið kirkjunnar manna var honum veitt strangt uppeldi, sem lagði honum þungar skyldur á herðar. Snemma fór að bera á óvenjulegum gáfum hans og sterkum persónuleika. Um æsku sina segir hann hæversklega einhvers staðar. „Ég lét i ljós hugsanir sem ullu furðu foreldra minna og sögðu þau stundum, að vissulega töluðu englar af munni mínum.“ Englarnir hafa víst haldið áfram að tala af munni hans fram eftir æskuárum, því að aðeins tuttugu og tveggja ára er hann orðinn fullnuma doktor í heimspeki við Uppsalahá- skóla. Vildi stundum bregða fyrir á þessum áium hroka hins óþroskaða snillings í setningum eins og þessum: „Þetta er staður lítilla tækifæra; nám mitt og rannsóknir eru alls ekki metnar af þeim, sem ættu að hvetja mig í þeim.“ Hann pakkaði því saman bókum sínum og lagði í reisu vest- ur yfir meginlandið um Holland, Frakkland og til Flnglands. F'rá Lundúnum skrifar hann foreldrum sinum m. a.: „Ég stúdera Newton á hverjum degi og mig langar mjög til þess að sjá hann og hevra.“ Og nokkrum vikum síðar skrifar hann: „Hvað viðvikur stjörnufræðinni, þá lief ég í henni tekið þeim framförum, að ég hef uppgötvað ýmislegt, sem ég hygg að geti verið til mikilla nota við það nám. Ég hef þannig upp- götvað óbrigðula aðferð til þess að ákvarða lengdargráðu á jörðinni með aðstoð tunglsins . . .“ Ómettanleg fróðleiksfýsn hans kenndi honum að færa sér allt í nyt,, jafnvel það, hvar hann valdi sér húsnæði. Hann segir: „Ég færi mér húsnæðið í nyt. Fyrst bjó ég hjá úrsmiði, síðan trésmiði, og nú er svo komið, að ég er sjálfur farinn að smiða stærðfræðileg verkfæri."

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.