Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Qupperneq 7

Morgunn - 01.12.1978, Qupperneq 7
HIMNASYNIR SWEDENBORGS 101 Emanuel Swedenborg fæddist í góðum efnum. Faðir hans var biskup, vinur sænsku konungsfjölskyldunnar, stórgáfaður og mikils metinn maður. Móðir hans var hins vegar ósköp venjuleg kona, hyggin og heiðarleg dóttir námuforstjóra ríkis- ins. Við fæðingu drengsins varð föður hans litið til himna og ákvað að hann skyldi heita Emanuel, sem þýðir „Guð er með oss“. En hin hagsýna móðir hafði meiri áhuga á að vita, hve mikið sveinn vó á voginni. Að sið kirkjunnar manna var honum veitt strangt uppeldi, sem lagði honum þungar skyldur á herðar. Snemma fór að bera á óvenjulegum gáfum hans og sterkum persónuleika. Um æsku sina segir hann hæversklega einhvers staðar. „Ég lét i ljós hugsanir sem ullu furðu foreldra minna og sögðu þau stundum, að vissulega töluðu englar af munni mínum.“ Englarnir hafa víst haldið áfram að tala af munni hans fram eftir æskuárum, því að aðeins tuttugu og tveggja ára er hann orðinn fullnuma doktor í heimspeki við Uppsalahá- skóla. Vildi stundum bregða fyrir á þessum áium hroka hins óþroskaða snillings í setningum eins og þessum: „Þetta er staður lítilla tækifæra; nám mitt og rannsóknir eru alls ekki metnar af þeim, sem ættu að hvetja mig í þeim.“ Hann pakkaði því saman bókum sínum og lagði í reisu vest- ur yfir meginlandið um Holland, Frakkland og til Flnglands. F'rá Lundúnum skrifar hann foreldrum sinum m. a.: „Ég stúdera Newton á hverjum degi og mig langar mjög til þess að sjá hann og hevra.“ Og nokkrum vikum síðar skrifar hann: „Hvað viðvikur stjörnufræðinni, þá lief ég í henni tekið þeim framförum, að ég hef uppgötvað ýmislegt, sem ég hygg að geti verið til mikilla nota við það nám. Ég hef þannig upp- götvað óbrigðula aðferð til þess að ákvarða lengdargráðu á jörðinni með aðstoð tunglsins . . .“ Ómettanleg fróðleiksfýsn hans kenndi honum að færa sér allt í nyt,, jafnvel það, hvar hann valdi sér húsnæði. Hann segir: „Ég færi mér húsnæðið í nyt. Fyrst bjó ég hjá úrsmiði, síðan trésmiði, og nú er svo komið, að ég er sjálfur farinn að smiða stærðfræðileg verkfæri."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.