Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 8

Morgunn - 01.12.1978, Page 8
102 MORGUNN Emanuel kynntist brátt lærðustu mönnum Englands og var af þeim mikils metinn; en öðru máli gegndi um föður hans, herra biskupinn, sem taldi að þetta vísinda-fikt hans leiddi ekki til neins góðs. Nú steðjaði vandi að hinum verðandi snill- ingi, því herra biskupinn, faðir hans, ákvað að lokka hann aftur heim til Svíþjóðar, svo hann gæti snúið sér að einhverju „heiðarlegu starfi“. Og gamli Swedenborg var ekki í vandræðum með aðferð- ina. Ilann hætti einfaldlega að senda stráknum peninga. „Heiman-styrkurinn er á þrotum,“ skrifar Emanuel. „Námið er gert mér ókleift, sökum fjárskorts. Mig furðar, að faðir minn skuli ekki hirða meira um hag minn en svo, að láta mig lifa, eins og undanfarið, í meira en sextán mánuði á tæpum fimmtiu pundum. . . . Það er hart að lifa án matar og drykkj- ar, eins og einhver umrenningur — jafnvel fyrir mann, sem er að uppgötva leiðir til þess að mæla tunglið.“ Þótt Emanuel sárnaði þannig skilningsleysi föður síns, þá hélt hann ótrauður áfram mælingum sínum og vélasmíðum. Hugur hans var fullur af alls konar áætlunum, sem hann sífellt reyndi að láta koma að hagnýtu gagni. Riss hans af ýmis konar vélauppgötvunum voru hreinustu rúnir vin- um hans, sem litu á þetta sem fjarstæðukennda liugaróra sér- vitrings. Það var vart við því að búast á 18. öld, þegar vísinda- legir fordómar lifðu góðu lifi, að meiin botnuðu t. d. nokkuð i uppdrætti að skipi, sem ásamt áhöfn sinni var ætlað að kafa undir yfirborð sjávar hvar sem þurfa þætti, og gæti þannig valdið óvinaflota feikna tjóni. Hér voru sem sagt kafbátar nútímans komnir á kreik í hugarheimi þessa merkilega manns. Þá gerði hann áætlanir um það, hvernig flytja mætti skip yfir þurrt land og sá fvrir sér „loftbyssu“, sem gæti skotið sjötíu skotum án þess að hana þyrfti að hlaða, og að ógleymdu „fljúgandi skipi“, sem flutt gæti farþega gegn um loftið. Þessa síðustu uppfinningu, teikningu af fljúgandi skipi, sendi hann til fremsta eðlisfræðings Svíþjóðar. En sá góði maður botnaði hvorki upp né niður í „þessari bölvaðri vit- leysu“, eins og hann kallaði það. Og hinn mikli vísindamaður

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.