Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 12

Morgunn - 01.12.1978, Side 12
106 MORGUNN æðra tilgangi. Hann sagði: „Ég setla að rannsaka, bæði frá líkamlegu og heimspekilegu sjónarmiði, alla líffærabyggingu líkamans með þekkingu á sálinni sem lokatakmark.“ Iíann ætlaði sér þvi, hvorki meira né minna, en að rannsaka hreyfingar andans á sama hátt og Harvey hafði uppgötvað hringrás blóðsins. Hann taldi allt verk vísindamanna fortíðar- innar undirbúning þessarar miklu leitar, eða eins og hann orð- aði það: „Timi er til þess kominn að láta úr höfn og sigla út á opið haf.“ Hér var leitað orsaka hlutanna, reynt að finna hvar lifsaflið á aðsetur. Orðalag þessa verks var ætlað vísindamönnum, en boðskapurinn leitendum i andlegum efnum. Honum var full- ljóst, hve djarfur hann var. Hinir lærðu kynnu að hlæja að niðurstöðum hans. Það var, satt að segja, stór-hættulegt á þess- aiá öld Alexanders Popes, að tala opinberlega um mannssálina. Swedenborg hefur vaðið fyrir neðan sig. Fremst á bók sina skrifar hann tilvitnun í Stóu-heimspekinginn Seneca: „Sá, sem ber fvrir brjósti fólk sinnar eigin aldar, kemur aðeins fáum að gagni. Mörg þúsund ár, margar kynslóðir eiga enn eftir að koma: hafið það í huga.“ Nú komum við að einum furðulegasta atburði, sem sögur fara af. Hugur Swedenborgs opnast eins og eggjaskum og sól- birta annars heims brýzt fram. Hann segir vinum sínum, að honum hafi verið hleypt inn í heim andanna og hann hafi komið inn í þá veröld, sem við tekur eftir dauðann. Hann er nú maður á miðjum sextugs aldri — einn virðulegasti vísinda- maður samtímans. Fólk virðir undrandi fyrir sér heiðarlegan svip hans. Það tekur eftir því, að augnaráð hans er orðið annar- legt. Það er farið að spyrja. Er hann heill heilsu? Er hann einlægur, með öllum mjalla? Hvað á fólk að halda, þegar það lieyrir gáfaðan vísindamann, sem fengist hefur við rannsókn áþreifanlegra hluta segja þetta: „Mér hefur verið leyft að heyra og sjá hluti í öðru lífi, sem furðulegir em og enginn maður áður hefur þekkt?“ Segir hann að skyggni sín hafi þroskast smám saman. í þrjú ár hefur hann gengið gegn um

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.