Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Síða 12

Morgunn - 01.12.1978, Síða 12
106 MORGUNN æðra tilgangi. Hann sagði: „Ég setla að rannsaka, bæði frá líkamlegu og heimspekilegu sjónarmiði, alla líffærabyggingu líkamans með þekkingu á sálinni sem lokatakmark.“ Iíann ætlaði sér þvi, hvorki meira né minna, en að rannsaka hreyfingar andans á sama hátt og Harvey hafði uppgötvað hringrás blóðsins. Hann taldi allt verk vísindamanna fortíðar- innar undirbúning þessarar miklu leitar, eða eins og hann orð- aði það: „Timi er til þess kominn að láta úr höfn og sigla út á opið haf.“ Hér var leitað orsaka hlutanna, reynt að finna hvar lifsaflið á aðsetur. Orðalag þessa verks var ætlað vísindamönnum, en boðskapurinn leitendum i andlegum efnum. Honum var full- ljóst, hve djarfur hann var. Hinir lærðu kynnu að hlæja að niðurstöðum hans. Það var, satt að segja, stór-hættulegt á þess- aiá öld Alexanders Popes, að tala opinberlega um mannssálina. Swedenborg hefur vaðið fyrir neðan sig. Fremst á bók sina skrifar hann tilvitnun í Stóu-heimspekinginn Seneca: „Sá, sem ber fvrir brjósti fólk sinnar eigin aldar, kemur aðeins fáum að gagni. Mörg þúsund ár, margar kynslóðir eiga enn eftir að koma: hafið það í huga.“ Nú komum við að einum furðulegasta atburði, sem sögur fara af. Hugur Swedenborgs opnast eins og eggjaskum og sól- birta annars heims brýzt fram. Hann segir vinum sínum, að honum hafi verið hleypt inn í heim andanna og hann hafi komið inn í þá veröld, sem við tekur eftir dauðann. Hann er nú maður á miðjum sextugs aldri — einn virðulegasti vísinda- maður samtímans. Fólk virðir undrandi fyrir sér heiðarlegan svip hans. Það tekur eftir því, að augnaráð hans er orðið annar- legt. Það er farið að spyrja. Er hann heill heilsu? Er hann einlægur, með öllum mjalla? Hvað á fólk að halda, þegar það lieyrir gáfaðan vísindamann, sem fengist hefur við rannsókn áþreifanlegra hluta segja þetta: „Mér hefur verið leyft að heyra og sjá hluti í öðru lífi, sem furðulegir em og enginn maður áður hefur þekkt?“ Segir hann að skyggni sín hafi þroskast smám saman. í þrjú ár hefur hann gengið gegn um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.