Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 15

Morgunn - 01.12.1978, Page 15
HIMNASÝNIR SWEDENBORGS 109 Ritninguna og tímatal hennar hókstaflega. Þótt sögur Biblí- unnar vœru gerðar af efni rúms og tíma, holds, elds og jarðar, þá væru þær einungis aðferð Guðs til þess að láta í ljós eilífan sannleika hinna andlegu sviða. Þannig væri Sköpunarsagan til dæmis aðeins dæmisaga. Sex dagar sköpunarinnar tákna þann- ig hin sex stig, sem maðurinn gengur í gegn um til að öðlast þekkingu, kærleika og fullkomnun i mynd Guðs. Fyrst skap- aði Guð fiska og fugla. Þessar skepnur tákna fyrsta stig and- fegs lifs, þar sem trúin er ríkjandi þáttur. Dýrin, sem næst koma, tákna þann þátt hins andlega lífs þar sem kœrleikurinn er virkastur. Og að lokum kemur maðurinn, kóróna sköpunar- verksins, hin endurnýjaða sál, sem ekki einungis býr yfir trú og kærleika, heldur einnig skilningnum. Ennfremur má ekki taka skilningstré góðs og ills í Edengarði í bókstaflegum skiln- uigi. Það er tákn veraldlegrar þekkingar og tilfinninga-nautn- ar. „En þess háttar fæða er hættuleg æðra lífi mannsins,“ sagði Swedenborg. Með svipuðum hætti áleit hann að margar kenningar kirkj- unnar þyrfti að túlka á ný; og hann reyndi með djarfhuga einlægni að snúa trúarbrögðunum aftur til forns einfaldleika. Þannig ræðir hann lil dæmis sérstaklega um bókstafskenningu Þrenningarinnar. Um það segir hann m. a.: „Því fer fjarri, að Jesús sé sonur Guðs og annar í röð þrenningarinnar; hann sjálfur Guð, hinn eini Guð og túlkar alla Þrenninguna í persónu sinni.“ Swedenborg er andvígur kenningu Kalvinista uni forlög, eða náðarútvalningu; segir hann að frelsun manns- ms liggi ekki í trú hans, heldur lyndiseinkunn og vilja hans til þess að láta gott af sér leiða. Eða með orðum Swedenborgs: »Eíf það, sem leiðir til himnaríkis, liggur ekki í því að draga sig út úr heiminum, heldur að starfa í honum . . . Guðrækilegt bferni án góðverka leiðir manninn jafn langt burt frá himn- um, eins og það er almennt álitið leiða til himnaríkis.“ Maður- mn á sem sagt að lifa starfsömu lífi í þjóðfélaginu, en ekki bænalífi í einrúmi. Þá telur Swedenborg það mesta bama- skap að trúa þvi, að Guð dragi anda mannsins til himna. Það er ástand innra lífs mannsins, sem skapar honum eigið himna-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.