Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Qupperneq 37

Morgunn - 01.12.1978, Qupperneq 37
DULSKYGGNI BARNA 131 Þeir lögðu af stað í góðu veðri og var fyrst haldið að Sól- heimum í Hrunamannahreppi, því að þar skyldi fengin ferja yfir Stóru-Laxá. Á Sólheimum bjó þá merkur hóndi, sem Ei- ríkur Jónsson hét, maður hreinn og beinn í skapi og sópaði að honum. Hann bauð gestunum inn og þáðu þeir það. Settust þeir þar saman á rúm, en á rúmi gegnt þeim sat tvítugur sonur Eiríks, Jón að nafni, og varð Sigurði starsýnt á hann, því að honum þótti maðurinn mjög gjörfulegur, hæglátur og sviphreinn, nokkuð holdugur og rjóður i kinnum. En það þótti Sigurði furðulegt, að hann sá sægrænni kúlu skjóta upp úr höfði piltsins og óx hún óðfluga þar til hún náði yfir allt höf- uðið eins og kollhúfa. Svo hjaðnaði hún og hvarf jafnskjótt aftur. Ekki þorði Sigurður þá að minnast á þetta. Þegar þeir höfðu hvílt sig góða stund, var gengið niður til árinnar og báti hrundið á flot. Setti Eirikur Sigurð upp í skutinn og skipaði honum að halda sér fast, svo að hann hrykki ekki fyrir borð. Helgi stóð í frnmstafni, en Eirikur settist undir árar og reri knálega yfir ána. Sigurður horfði á Helga og allt í einu sýndist honum heiðblá kúla koma upp úr höfði hans, og fór um hana eins og hjá Jóni rétt áður, að hún virtist breiðast yfir allt höfuðið og síðan hjaðna eins og hún hyrfi aftur inn í höfuðið. Þeir stigu á land á rennsléttri grund handan árinnar, og er þeir Helgi voru tveir einir, ætlaði Sigurður að segja honum frá þessum sýnum sínum og vita hvort hann gæti gefið nokkra skýringu á þeim. Helgi hafði allLaf verið honum góður, og því treysti Sig- ttrður honum manna best. En rétt í því er hann ætlaði að hefja máls á þessu, var sem fótunum væri kippt undan honum <>g hann skall marflatur á grundina. Vegna byltunnar gleymdi hann alveg því, sem hann hafði ætlað að segja, svo Helgi fékk aldrei að vit.a það. En þessir tveir menn dóu báðir næsta vetur. Helgi varð sóttdauður, en Jón drukknaði í fiskiróðri af Eyrarbakka. Sigurður minntist þess hve fagurt sér hefði þótt að horfa heim til Laxárdals er hann leit bæinn i fyrsta sinn, mörg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.