Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 40

Morgunn - 01.12.1978, Page 40
134 MORGUNN Við húskveðjuna hafði Einar bróðir Sæmundar leikið á orgelið og hann var sá eini, sem gripið hafði í það síðan Sig- urður heyrði orgeltónana nóttina góðu. Húsráðendur í Laxárdal voru þá Sæmundur Einarsson og festarkona hans Margrét Sveinbjarnardóttir. Þar voru í heim- ili Rannveig móðir Sæmundar, „og var ætíð eins og ljós, hljóð °g rólynd.“ Um Sæmund sagði hann að hann hefði reynst sér sem besti bróðir, en Margrét hefði verið sér „sem indæl- asta móðir.“ Hjón, sem höfðu flosnað upp frá búskap, voru þama í vinnumennsku. Hét konan Guðrún Jónsdóttir, en mað- urinn Jónas Jónsson. Þarna var líka annað veifið dóttir þeirra, er Guðrún hét og geðjaðist Sigurði vel að henni, en miður að foreldrum hennar. Húsakynnum lýsti Sigurður þannig: I sérstakri stofu hafði Rannveig aðsetur sitt. Þar var orgel og sagði Sigurður að það hefði verið mestu unaðsstundir sínar er hann sat þar, og Sæ- mundur lék á orgelið og söng. Aftur af þessari stofu var bað- stofan og þar svaf allt hitt heimilisfólkið. Tveir litlir hliðar- gluggar voru á baðstofunni, en þó var hún nógu björt. Þar inni voru fjögur rúmstæði. I innra rúminu vinstra megin svaf Margrét, svo var rúm Sæmundar og hjá honum svaf Sigurður. 1 innra rúminu hægra megin sváfu þau hjónakomin Jónas og Guðrún, en rúmið aftan við þau var ætlað hundunum, en þeir voru tveir. Nú leið fram að túnaslætti. Þá smiðaði Sæmundur forláta hrífu handa Sigurði, og fannst honum nú sem hann væri maður með mönnum. Þegar fór að verða skuggsýnt á kvöld- in, kom það i hlut Sigurðar að sækja kýrnar, því að þá hættu þær að koma heim sjálfkrafa. Varð Sigurður oft að leita að kúnum, einkum ef þoka var og illviðri, og kom þá stundum ekki heim með þær fyrr en komið var fram yfir háttatima. Guðrún Jónsdóttir varð þá að vaka eftir honum, því að hún átti að mjólka kýrnar. Var hún þá jafnan óblíð á manninn, er henni þótti hann koma seint. Nú var það eitt kveld, að honum gekk illa að finna kýrnar, en þegar hann var kominn með þær heim undir bæ, sá hann

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.