Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 48

Morgunn - 01.12.1978, Page 48
142 MORGUNN okkar. Það hefur séð á lífi foreldra sinna, að gæfan er ekki föl fyrir fé eða frama. Meðal annars af þessum ástæðum fögnum við nýjum rann- sóknum vísindanna, sem færa enn nýjar stoðir skynseminnar undir þá skoðun, að látinn lifir. Þær rannsóknir nútímans sem hafa stutt þetta bezt eru einkum fyrrgreindar rannsóknir á endurholdgunarkenning- unni, sem minnst er á hér að framan, rannsóknir á sýnum við banabeð og rannsóknir á reynzlu fólks, sem læknar hafa lýst yfir að sé látið en snýr engu að síður aftur til jarðlík- amans. Við skulum nú bregða upp nokkrum dæmum í bók Ray- monds Moody af fólki, sem hefur verið lýst látið en snúið aftur og getað sagt frá því, sem henti það meðan engin lifs- mörk reyndust vera á jarðlikamanum. Eitt af þvi sem er afaralgengt í þessum frásögnum er lýs- ing þessa fólks á þvi, hvernig það hittir vini og kunningja aftur, sem dánir eru. Kona nokkur lýsir því með þessum orðum: „Þetta henti mig við barnsburð. Fæðingin var mjög erfið og ég missti mikið blóð. La'knirinn taldi mér ekki bjargar von og sagði ættingjum mínum að ég myndi deyja. En ég var með fullri rænu, þegar hann sagði þetta og á meðan hann hafði orð á þessu, fann ég það á mér, að ég væri að snúa við. Á meðan á þvi stóð varð ég þess vör, að hjá mér var fjöldi fólks, nánast heilir hópar að mér virtist, sem sveim- uðu uppi undir lofti herbergisins. Þetta var allt fólk, sem ég hafði þekkt i lifanda lífi, en var nú látið. Ég sá þarna hana ömmu mína, stúlku, sem hafði verið skólasystir mín og fjölda annarra ættingja og vina. Ég sá einkum andlit þeirra og fann fyrir nærveru þeirra. Þau virtust öll vera glaðleg. Þetta varð fagnaðarrikt augnablik og ég fann að þau voru komin til þess að vernda mig og leiðbeina mér. Þetta var því líkast sem ég væri að koma heim lil mín og allur hópurinn væri kominn til þess að fagna mér. Allan þann tíma sem á þessu

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.