Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 78

Morgunn - 01.12.1978, Side 78
172 MORGUNN um varanlegan sannleika, ódauðlegan og eilífan, eitthvað, sem gengur ekki úr sér, hrörnar og deyr. Þetta verðum við að gera 'okkur ljóst í upphafi. Mannshugurinn vill eitthvað, sem ekki er hægt að eyðileggja. Þess vegna segjum við að Guð sé eilífur og sannleikurinn einn og alger. Eri hváð er sannleikur? Er hann eitthvað sérstakt leyndarmál, fjarlægt og óhlutstætt? Eða er sannleikur eitthvað, sem þú hefur upp- götvað frá andartaki til andartaks? Dag frá degi? Ef hægt er að safna honum með reynslu, þá er hann ekki sannleikur. Ef sannleikur er eitthvað fjarlægt, sem aðeins er hægt að finna með hugleiðingarkerfi, með æfingu í afneitun og fórn, þá er það heldur ekki sannleikur, því að þá er verið að sækj- ast eftir einhverju. Sannleikann er að finna í hverri hreyfingu, hverri hugsun, hverri tilfinningu, hægt er að skoða 'hann á hverri stund dagsins, þú heyrir hann i röddum fólksins, sem þú umgengst. Hugsanir þinar geta verið falskar, aðlagaðar, takmarkaðar, og að uppgötva það er sannleikur. Þessi uppgötvun gerir þig að frjálsum manni. Þú þarft ekki að láta aðra segja þér hvað sannleikur er, þú uppgötvar hann sjálfur. Sannleikurinn er ekki og verður ekki bundinn í tima og rúmi. Um leið og sagt er: „Ég hef fundið sannleikann, ég á hann, hann er min eign,“ þá er það heldur ekki sannleikur. Aðeins sá hugur, sem er vakandi og fullur athygli og sér sannleikann á hverju augna- bliki, er óháður timanum og getur þekkt það, sem er handan við öll nöfn, handan við stöðugt og óstöðugt, handan við fallvalta gervitilveru." Egill Bragason þýddi úr ensku. Á heiðskírri miðsvetrarnótt í marz 1978. Herra rithöfundur Ævar R. Kvaran, Æsufelli 6 — Reykjavík. Með ásíar þökk fyrir það andans hnossgæti, er þér hafið

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.