Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 6
4
hafa kröfurnar um meiri hlutdeild í framleiðslunni
að vonum orðið æ háværari. Það lá því mjög hendi
nærri, að starfsbræður í þrengstu merkingu þess
orðs (flokkar, sem stóriðjan hefir skapað) þ. e. þeir,
sem hlotið hafa svipaða mentun og vinna sömu störf,
skipuðust í fiokka til þess, meðal annars, að auka
f j áraflamöguleika sína. Á fjelagsskapur okkar, Vjel-
stjórafjelagið, hjer óskilið mál. Gildir um það,
í þessum efnum, það sama og stjettafjelög alment.
Reynslan hefir sýnt, svo að kunnugt er orðið, að hin-
um ráðandi stjettum hættir við að halda fast því,
sem þær hafa. Jafn kunnugt er það, að flestum hætt-
ir við að sýna allri nýbreytni andúð. Það verður því
ekki hjá því komist að fylkja liði, ef frarn á að sækja,
velja þá fyrir merkisbera, sem best eru til þess falln-
ir, og setja flokksmönnum strangar reglur til eftir-
breytni. Þetta er og gert í öllum stjettafjelögum nú-
tímans, þó skipulag takist ekki jafnvel alstaðar, með
því að aðstæður eru misgóðar. Gildir einu, hvort um
svokallaðar auðvaldsstjettir eða öreigastjettir er að
ræða, eða þær, sem þar eru á milli. Eins og málum
er nú komið hjer og annarsstaðar, virðist ekki hjá
þessu hægt að komast.
Prá sjónarmiði þeirra, sem stjettvísir eru og
fylgja dyggilega félagsreglunum, verður því að
dæma þá menn óalandi og óíerjandi í stjettinni, sem
að yfirlögðu ráði og að nauðsynjalausu flýja undan
merkjum fjelagsskaparins. Stjettarfjelag, þar sem
yfirgnæfandi meiri hluta af starfandi mönnum
stjettarinnar er samansafnað, getur með rjettu gert
kröfu til þess að hafa forgöngu í stefnumálum henn-