Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 119
117
þessi, svo og annað ryk, sem í vjelarnar sest, er ráð-
legast að fara yfir þær daglega með loftsprautu,
físibelg eða ryksóp, svo það nái ekki að festast.
III. Sjerstök nákvænmi skal við höfð um það, að
flötur straumvendisins haldist vel hreinn. Sjerstak-
lega verður þess að gæta, að eigi komi á hann olía
eða vatn. Verði eigi hjá því komist, að strjúka af
fletinum, meðan vjelin gengur, skal til þess nota
þurra rýju, sem vafið er um flata spýtu, og þrýsta
henni að fletinum milli burstanna. Vjelatvist má
alls ekki nota til þessa, því úr honum geta losnað
agnir og sett sig undir burstana og orsakað neistun.
Aðal skilyrðið fyrir því, að straumvendirinn vinni
vel, er það, að hann sje hreinn. Er viðhaldið auðvelt,
ef strokið er yfir hann daglega með glerpaþpír (Kol-
lektorpapier). Er þá best að nota viðarbút, sem
lagaður er eftir straumvendinum; undir hann er
svo glei’pappíxánn lagður. Komi í ljós mishæðir eða
hnúskar, sem ekki nást af með glei’pappírnum, verð-
ur að stöðva vjelina. Burstarnir eru nú losaðir og
burstahaldararnir teknir af. Með bi’eiðri sljettþjöl
er strokið yfir straumvendirinn, og akkei'ið látið
snúast hægt. Eftir þjölina er notaður fínn glerpapp-
ír. Skal þess að lokum gætt, að ekki sjeu spænir á
rnilli geiranna (Lamelle). Ef með þarf, má dýpka
giufui’nar á milli þeirra með sagarblaði. Þegar þessu
er lokið, skal jafna vel slitfletina á burstunum; að
öðrum kosti ójafnast sti’aumvendii’inn fljótlega aft-
ur. Þurfi oft að sverfa sti'aumvendinn, tapar hann
fljótlega sínu í’jetta lagi; er því betra að renna hann