Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 9
7
því er virðist einungis til þess að komast hjá kostn-
aðinum. Þeir tíma ekki að leggja fram neinn fje-
skerf til samtakanna og því síður störf. Bera þeir,
þegar best lætur, fram einhverjar tylliástæður, sem
við ekkert hafa að styðjast annað en ef til vill skrök-
sögur um forgöngumennina, og orsökin er venjulega
aðeins þekkingarleysi á starfsemi fjelagsins.
Svo er sagt, að þessir menn hlííist þó síst við að
vitna til gerða fjelagsins, þegar þeir sernja fyrir sig
sjálfir; þá draga þeir kaupsamninga fjelagsins upp
úr vasa sínum og benda á, hvað hinir hafi. Segja
þeir þá, að sjer beri vitanlega sömu laun fyrir sörnu
störf og hinir leysi af hendi. Það er að vísu rjett. En
vitanlega er það í skjóli fjelagssamtakanna, ef þeim
tekst að fá sömu launakjör eða betri. Því verður ekki
neitað, að það er fjelagssamtökunum að miklu leyti
að þakka, þó ljeleg hafi verið, að laun eru nú sæmi-
leg, og aðstaða bætt að ýmsu leyti frá því, sem áður
var. Þeir menn, sem þannig yfirgefa samtökin, verða
einskonar mölur í stéttinni. Þeir verða, þó þeim sje
það sjaldnast ljóst, einskonar bakhjarl þeirra, sem
ljóst eða leynt sýna stjettinni mesta andúð, og draga
því bæði beint og óbeint niður af henni skóinn. Það
er mörgum góðum fjelagsmanni áhyggjuefni, hve
margir hafa síðustu árin skorist úr leilt, sem þess
var vænst af, að þeir mundu halda hópinn. Þó það á
engan hátt sje geðfelt, er ekki fyrirsjáanlegt annað,
en að sýna verði þessum mönnum virka andúð. Fje-
lagið verður að gera það að dagskrármáli, að með-
limir þess gangi hvarvetna fyrir vinnu, þar sem til
þeirra næst, og fá það inn í alla kaupsamninga, sem