Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 84
82
inn að átta sig á þeim, þegar þeir hafa verið bornir
upp til samþyktar, og hafa menn svo rétt upp hend-
ina með þeim, oft að lítt athuguðu máli. Þetta verð-
ur að fyrirbyggja, og verður því að vera búið að
prenta reikningana svo snemma, að þeir sjeu komnir
í hendur vjelstjórum mánuði fyrir aðalfund, svo að
þeir hafi nægan tíma til þess að athuga þá og geti
tekið afstöðu til samþyktar þeirra, eða hreyft mót-
mælum, áður en á fundinn kemur.
Þetta ætti heldur ekki að vera mjög kostnaðar-
samt. Reikningarnir eru ekki svo langir, að prentun
kosti neitt fé að ráði, og í ársritið er auðvitað sjálf-
sagt að setja þá eftir sem áður.
5. gr.: Þar er dálítið meira ákveðið til greiðslu úr
sjóðnum en áður hefir tíðkast, en vjer álítum, að
tekj ur hans hafi vaxið svo á síðari árum, að þetta ör-
læti sje leyfilegt, ef þörf er á fjenu, og sjóðurinn
vex þó nokkuð ört.
6. gr. þarf ekki mikilla skýringa; þó skal þess get-
ið, að vjer höfum alls ekki sjeð oss fært að fara inn
á þá braut, sem nokkrir meðlimir hafa verið hlyntir,
að styrkja alla eitthvað með föstum styrk, ef þeim
vilja óhöpp til, eða eru orðnir ellihrumir. Vjer höf-
um því aðeins í þessari grein ákveðið styrk eftir efn-
um og ástæðum handa þeim, sem nú eru hjálpar-
þurfa, og álítum það eitt rjett, eins og nú stendur á.
í 7. gr. er farið fram á talsverðar breytingar frá
því, sem áður hefir verið, en hvorki vjer nje stjórn
fjelagsins höfum gengið þess duldir, að ýmsar radd-
ir hafa heyrst um það, að í styrkveitingum hafi, ef
til vill, gætt nokkuð persónulegs kunningsskapai'