Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 73
71
ná í vjelstjóra með fullum rjettindum, þegar önnur
skip höfnuðu sig.
En ef menn nú vildu kalla þetta skort, sem oss þó
virðist ástæðulaust, þá er það bert af tölum þeim,
sem að framan greinir, að skortur þessi getur að-
eins komið til greina á línuveiðurum. Vjelar þeirra
hafa, svo sem tekið var fram, í mesta lagi 300 hest-
öfl, en samkvæmt frv. þessu er ætlast til þess, að
veita megi kyndurum með undirvjelstjóraskírteini
samkv. lögunum frá 1926 heimild til þess að hafa
yfirvjelstjórn á skipum með vjelar, sem hafa minna
en 900 hestöfl. Nú segir í greinargerð frv., að stjórn-
in hafi aðeins slakað til á yfirvjelstjóraskilyrðun-
um í ýtrustu nauðsyn. í samræmi við það virðist
oss ekki rjett, að stjórnin fari fram á víðtækari und-
anþáguheimild, heldur en hún muni fyrirsjáanlega
þurfa á að halda, og er það því beiðni vor, ef hið
háa Alþingi vill ekki fella frv. með öllu, að það
breyti þessu svo, að stjórninni verði ekki heimilt að
veita undanþágu um yfirvjelstjóraskírteini, nema á
fiskigufuskipum með alt að 300 hestafla vjel. Vjer
leiðum og' athygli hins háa Alþingis að því, að hing-
að til hefir stjórnin, er hún hefir veitt kyndurum
undanþágu til undirvjelstjómar samkv. lögunum
frá 1926, altaf bundið undanþáguna við ákveðið
skip, og þætti oss rjett, að svo væri áfram, og' það
jafnvel lögfest, því annars gæti það t. d. komið fyr-
ir, að kyndari, sem fengi yfirvjelstjóraleyfi um eitt
ár, samkvæmt þessu frv., færi úr vfirvjelstjóra-
stöðu sinni, er 3 mánuðir þess væru liðnir. Ætti
hann þá rjett til þess að vera yfirvjelstjóri í 9 mán-