Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 76
74
við starf vort, hve frábærlega nauðsynlegur og ó-
missandi undirbúningurinn hefir verið. Vjer fáum
því ekki betur sjeð, en að það stökk, sem hjer er
tekið, sje nokkuð stórt. líitt gætum vjer mikið frem-
ur felt oss við, að þeim mönnum, sem hafa lokið
öllum undirbúningi, væri veitt undanþága um þau
3 ár, sem tilskilin eru, að vera skuli við undirvjel-
stjórn, og oss þætti jafnvel tiltækilegra, að þeir
menn, sem lokið hefðu nokkru af námi sínu, væru
teknir fram yfir kyndarana, að þeim alveg ólöstuð-
um, því að svo mörg atriði starfsins eru þess eðlis,
að jafnvel gáfuðum manni mun veita erfitt að ráða
í þau, heldur þurfa menn beinlínis að hafa lært þau.
Það segir sig sjálft, að hinar miklu kröfur, sem
gerðar eru til kunnáttu vjelstjóranna, stafa af því,
að líf manna og fjemunir eru undir því komnir, að
þeir sjeu starfinu vaxnir. Greinargerð frumvarps-
ins segir, að ekki hafi undanþágurnar komið að sök,
en vjer vildum heldur orða það svo, að enn hafi þær
ekki komið að sök, og er þetta ekki sagt af því, að
vjer efumst um samviskusemi þeirra manna, sem
undanþágur fá. En oss þykir það allgálaust að koma
máltækinu: „Flýtur á meðan ekki sekkur“, í verk
á þessu sviði. Setjum svo, að ketilsprenging yrði á
því skipi, sem hefði yfirvjelstjóra með undanþágu,
vegna þess að vjelin hefði verið ofsmurð, og olía
komist í ketilinn; þá mundi ábyrgðin af því mann-
tjóni lenda á þessu frumvarpi. Setjum svo, að vjel
bilaði eitthvað örlítið, sem auðvelt væri að gera við
fyrir mann, sem verið hefði í vjelarsmiðju, en að á
skipinu væri vjelstjóri, sem í vjelsmiðju hefði aldrei