Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 75
73
fyrirhyggja í því, að draga úr kunnáttukröfunum,
eftir því sem starfið yrði flóknara, svo að frá því
sjónarmiði virðist frv. einnig spor í varhugaverða
átt. En það sem lakast er, er að frv. er mjög líklegt
til þess, ef það yrði að lögum, að skapa eklu á
mönnum, sem rjettindi hafa til yfirvjelstjórnar
undanþágulaust. Vjelstjóranámið er langt, uns full-
um rjettindum er náð, því að 1 það fara 9 ár. Eitt
ár skulu vjelstjórar hafa verið kyndarar, 3 ár í
vjelarsmiðju, 2 ár í skólanum, 2 ár við undirvjel-
stjórn á skipum með alt að 700 hestafla vjel og 1
ár við undirvjelstjórn á skipi með sterkari vjel. Það
þarf engum blöðum um það að fletta, að námið,
auk þess, sem það er tímafrekt, einnig er kostnaðar-
samt. Það segir sig því sjálft, að ef mögulegt væri
að komast í yfirvjelstjórastöðu án þess að eyða öll-
um þessum tíma og peningum, þá myndu margir
víla fyrir sjer að sækja skólann, í þeirri von, að þeir
næðu markinu án þess, svo að þau augnabliks vand-
ræði, sem frv. þykist eiga að ráða bót á, myndu með
því móti verða landlæg plága, sem aldrei yrði bætt,
svo lengi sem undanþágurnar væru til. Nú er svo
til ætlast, að þeir menn, sem hafa vei'ið 1 ár kyndar-
ar og 1 ár undirvjelstjórar með undanþágu, geti
orðið yfirvjelstjórar með sama hætti. Munurinn á
þessum kröfum og kröfunum, sem gerðar eru til
hinna rjettu vjelstjóra, er svo mikill, að manni verð-
ur að spyrja, hvort alt námið og undirbúningurinn
sje þá í raun og veru þýðingarlaust. Því getum
vjer sjálfir svarað manna best, sem höfum verið í
öllum þessum stöðum og höfum margrekist á það
L