Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 87
85
11. gr. er sett, eins og áður hefir verið, og leggjum
vjer það alveg á vald aðalfundar, hve mikið árstil-
lagið verður framvegis. Þó skal það tekið fram, að
vjer álítum, að það megi ekki hækka.
12., 18. og 14. gr. skýra sig sjálfar, og látum vjer
því hjer við sitja að sinni. Vjer vitum, að nái þetta
frumvarp samþykki fundarins, þá er það til stórra
bóta frá því, sem nú er, og grundvöllur undir mikið
starf í þágu styrktarmálanna, ef rétt er á haldið.
Sjerstaklega viljum vjer benda á nefnd þá, er um
getur í 7. gr., því hana má hæglega kjósa þannig,
að hún geti orðið fjelaginu til mikils gagns og stjórn-
inni til ljettis. Ef til vill finst sumum, að hjer sje
verið að taka fram fyrir hendur stjórnarinnar, með1
því að leggja styrktarmálin á herðar fleiri manna,
en vjer viljum taka það fram, að svo er ekki; þarf
ekki annað en að fletta upp í ársritinu, til þess að
sjá, hvað margar nefndir starfa með stjórninni í
styrktarmálunum, og það er síður en svo, að þessar
mörgu nefndir hafi eins góð skilyrði til þess að
starfa með góðum árangri, eins og ein föst nefnd,
sem á hverjum tíma á að vera kunnug öllum málum
og- efnahag sjóðsins; nýjar nefndir verða að kynna
sér málin í hvert einasta skifti, og ef til vill fá þær
aldrei þá þekkingu á þeim, að starf þeirra geti borið
nægilegan árangur.
Reykjavík, 17. júní 1931.
í Styrktarmálanefnd Vjelstjórafjelags íslands
Þorst. Loftsson, Magnús Guðbjartsson,
Einar S. Jóhannesson.
Til aðalfundar Vjelstjórafjelags íslands, Reykjavík.
L