Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 39
37
að láta þessi nýju vjelstjóraefni ganga fyrir öðrum
um vinnu, eftir því sem við verður komið.
Þau verða, eins og vænta má, yfir-
Styrktarmál. gripsmeiri með ári hverju, enda fara
útgjöldin vaxandi. Handbært fje til
styrkveitinga varð á árinu kr. 3231.00, þar með tal-
inn nettó hagnaður af rekstri hússins, sem við telj-
•um undir vaxtalið sjóðsins. Til styrkveitinga voru
greiddar alls kr. 3180,00.
Skiftist þessi upphæð þannig:
Til frú Margrjetai' Kristjánsdóttur (meðlag með 2
börnum)..............................kr. 1200,00
Tíl frú Ilelgu Sigurðardóttur (húsa-
leigustyrkur).........................— 480,00
Til jólagjafa samtals....................— 500,00
Minningargjöf við lát P. Guðm. (til
ekkjunnar)............................— 500,00
Minningargjöf við lát E. Eiríkssonar(til
ekkjunnar)............................— 500,00
Samtals kr. 3180,00
Fjelagsstjórnin hefir fyrir nokkuð löngu tekið
upp þá venju, að senda þeim mönnum eða konum,
sem annars er litið til, jólakveðju ásamt lítilli jóla-
gjöf. Hefir ekki þótt viðeigandi að hafa það minna
en 50,00 kr. Þó hafa móður Eyþórs heit. Kristjáns-
sonar, sem er aldurhnigið og fátækt gamahnenni,
jafnan verið sendar 100,00 kr. Vonum við, að fje-
lagsmenn geti falist á þessar ráðstafanir. Þá er það
orðin föst venja, að færa konum, sem vei'ða ekkjur,