Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 64
62
fyrirkomulagið eins og það er nú. Hinir, sem telja
nauðsynlegt, að unnið sje meira að fjelagsmálum, og
verið sje á verði fyrir því, að rjettur manna sje
ekki fyrir borð borinn, þeir greiða atkvæði með því,
að fastur starfsmaður sje ráðinn. Verði þeir í meiri
hluta, er góðu málefni komið í framkvæmd, og góð
máleíni vinna altaf sigur“.
Þorsteinn Árnason gerði grein fyrir skoðun stj órn-
arinnar í þessu máli, sjerstaklega fjarverandi stjórn-
anda, Júlíusar Ólafssonar, og virtist vera sammála
Sigurjóni Kristjánssyni. Jóharm Jónsson sá ekki
ástæðu til að breyta til að svo stöddu, þar sem margt
benti til, að starfsmaðurinn hefði staðið sæmilega í
stöðu sinni. Tillaga kom frá Bjarna Jónssyni, og
hljóðaði hún þannig: „Fundurinn leggur til, að
Kjartan Örvar haldi áfram störfum í félagsins þágu
í eitt ár á sama grundvelli og áður“. Var tillagan
töluvert rædd. Þessir voru ræðumenn: Eyjólfur
Björnsson, Þorsteinn Árnason, Þorsteinn Loftsson,
G. J.Fossberg og Sigurjón Kristjánsson. Deildi Sigur-
jón mjög freklega á Kjartan T. Örvar, svo og nokkr-
ir af fundarmönnum, er að tillögunni stóðu, en G. J.
Fossberg og Þorsteinn Loftsson tóku málstað hans.
Formaður gat þess, að vel gæti komið til mála, að
skifta starfinu milli fleiri manna, ef einn gæti ekki
annað því. Var síðan tillaga Bjarna Jónssonar borin
undir atkvæði og samþykt með samhljóða atkvæð-
um. Þá var og samþykt svohljóðandi tillaga frá
Eyjólfi Björnssyni: „Jeg geri það að tillögu minni,
að fulltrúi fjelagsins taki starf umsjónarmannsins