Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 118
116
hver vjelstjóri þekki þær hliðar og þá eiginleika raf-
magnsvjelanna, sem krefjast sjerþekkingar til gæsl-
unnar. Hjer á eftir verða því gefnar nokkrar leið-
beiningar um gæslu þeirra, og ráð til þess að laga
truflanir, sem fyrir kunna að koma.
Eigi að taka rafmagnsvjel til notkunar, þarf fyrst
að setja vel á sig þau merki, sem til leiðbeiningar
eru gjörð. Því næst eru ytri straumæðar vjelarinnar
rofnar. Vjelin er nú athuguð nákvæmlega, og meðal
annars litið eftir: I. í hvaða ástandi legin eru, II.
innviðum vjelarinnar, III. straumvendinum (Kom-
mutator), IV. burstunum.
I. í reglunum um verslunarskip er heimtað, að
rafmagnsvjelin (Dynamo) hafi hringsmurningsleg.
Sjerstakar tegundir, svo sem kúlu-eða hjólaleg má
einnig nota.
Legin skal fylla með olíu að vissri hæð, og olíu-
borðið sýnty í hæðarglasi, sem fest er á legið, eða
stilliskrúfu. Má einungis nota hreina míneralolíu
(Dynamooil). Smurningshringirnir skulu reyndir og
þess gætt, að þeir fylgi ásnum. Snúist hringirnir
eigi með ásnum, hitnar legið; legmálmurinn bráðn-
ar, og lega akkerisássins raskast. Getur þá farið svo,
að akkerið núist við segulpólana.
II. Venjulega er hreinsun vjelarinnar (þ. e. raf-
m.v.) háð þeim reglum, sem ráðandi eru um hrein-
læti í því vjelarúmi, sem um er að ræða. Við gang-
inn losna oft kol og eiragnir úr burstum og straum-
vendinum, þ. e. þeim hlutum, sem saman núast.
Setjast þessar agnir í holur á akkerinu, segulvafn-
ingum og víðar. Til þess að losna við óhreinindi