Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 62
60
„Fyrir eitthvað fjórum árum vakti j eg máls á
þessu nýmæli hjer í fjelaginu, og fanst mjer þá þeg-
ar orðin full þörf á auknum framkvæmdum, ef fje-
lag okkar ætti að geta fullnægt kröfum tímans um
framtak og fjelagslíf. En þessari tillögu var dauf-
lega tekið af ráðandi mönnum stjettarinnar, og var
hún þar með úr sögunni í bili. En nú á síðari tím-
um hefir dálítill skriður komist á þetta mál, sem jeg
tel eitt af velferðarmálum stjettarinnar, ef rjett er
á haldið.
Eins og flestum fjelagsmönnum er kunnugt, hefir
fjelagsstjórnin nú tekið skrifstofu á leigu og haft
þar starfsmann einn dag í viku síðan á nýári. Von-
andi er þetta aðeins vísir til frekari framkvæmda,
enda mun fjelagsstjórnin hafa sannfærst um það
á þessu tímabili, að nóg verkefni er fyrir skrifstofu-
manninn, þótt hann starfaði alt árið, hvað þá einn
dag vikunnar. Jeg hefi oft látið í ljós skoðun mína
um þetta mál, og jeg ætla mjer ekki að hætta því,
fyr en jeg tel það komið í rjett horf. Tel jeg ekki
minna nægja, en að fjelagið hafi fastan starfsmann
ait árið. Takist valið á þeim manni vel, er jeg sann-
færður um, að það verður til mikilla hagsbóta fyrir
fjelagana, einkum þó þá, sem á fiskiflotanum starfa.
Þörfin er líka mjög brýn, að rjettur og hagsmunir
þeirra, sem þar starfa, sjeu ekki fyrir borð bornir.
Án þess nú að jeg vilji á nokkurn hátt gjöra lítið úr
ráðstöfunum fjelagsstjórnarinnar í þessu máli, þá
er jeg þeirrar skoðunar, að það fyrirkomulag, að
hafa manninn aðeins einn dag í viku, sje alveg ófull-
nægjandi. Það er meira í orði en í verki. Jeg skal