Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 34
32
haldið innan skynsamlegra takmarka.
Vjer viljum einnig leyfa oss að benda á það, að vjer
teljum máli þessu bezt borgið í framtíðinni með því, að
góð samvinna haldist um það milli vjelstjóranna eða full-
trúa þeirra annarsvegar og útgerðarmanna eða fulltrúa
þeirra hins vegar.
Virðingarfylst.
F. h. Vjelstjórafjelags íslands.
Hallgrímur Jónsson."
„Reykjavík 10./4. 1931.
Jeg hefi í dag meðtekið heiðrað brjef yðar viðvíkjandi
undanþáguleyfi til handa yfirvjelstjóra á St. þorgeir Skor-
argeir, og athugað innihald þess.
Mjer þykir mjög leitt, að þjer skulið hafa misskilið
svo fyrra brjef mitt, sem svar yðar bendir til, þar sem
þjer, í staðinn fyrir að benda mjer á mann, er nú þegar
geti tekið að sjer yfirvjelstjórastöðuna á skipinu til fram-
búðar, látið nœgja, að telja upp nöfn ýmissa vjelstjóra,
er að vísu hafa full rjettindi til að gegna starfinu, en sem
á sama tíma cr fullvíst um, að ekki vilja ráða sig á skip-
ið, sumpart vegna þess, að þeir eru þegar fastir starfs-
menn annarsstaðar um lengri eða skemmri tima, og sum-
part vegna þess, að þeir kjósa heldur að vera í annari
atvinnu, jafnvel þótt hún gefi minna í aðra hönd, og er
það að sjálfsögðu einkamál þeir'ra. Mjer skilst, að þegar
þjer ákveðið við ráðuneytið, að undanþáguleyfi skuli
neitað, á þeim grúndvelli einum, að til sjeu menn, einn
eða fleiri, í starfið, þá eigið þjer við, að þeir hinir sömu
menn sjeu þegar fyrir hendi fúsir til að taka við starfan-
um, með þeim einum takmörkunum, er þjer hafið samn-
ingsbundið milli fjelaganna, en ekki hitt, að það sje ein-
hverntíma, fyr eða síðar, unt að fá mann í stöðuna, eins
og svar yðar bendir til. það eitt getur enganveginn rjett-
lætt þá staðhæfingu yðar, að maður sjo til í starfið nú,