Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 33
31
þeir hafi rjettindin til að gegna stöðunni, þar sem það
heldur ekki getur bœtt úr á nokkurn liátt fyrir skipinu.
Virðingarfyllst.
Gisli Jónsson.
Til Vjelstjórafjelags íslands, Reykjavík."
„Reykjavik, 10. apríl 1931.
Herra umsjónarmaður Gísli Jónsson,
Bárugötu 2, Reykjavik.
Með brjefi d. 8. þ. m. mælist þjer til þess, að vjer bendum
yður á mann með vjelstjórarjettindum, sem mundi vilja
gjörast yfirvjelstjóri á e.s. „þorgcir Skorargeir". Að yfir-
veguðu máli leyfum vjer oss að benda á eftirfylgjandi
vjelstjóra með yfirvjelstjórarjettindum, sem ýmist eru at-
vinnulausir, í starfi aðeins um stundarsakir, eða í stöðum,
som ver eru launaðar en yfirvjelstjórastaðan á áminst-
um togara, og því líklegt að einbver þeirra mundi vilja
taka að sjer þetta starf, ef þeim væri gcfinn kostur á því.
Fara hjer á eftir nöfn þeirra:
Sigurjón Kristjánsson, Eyjólfur Björnsson, Geir B.
Grímsson, Guðmundur Guðjónsson, Hannes Magnússon,
Freygarður þorvaldsson, Agúst Benediktsson, Sveinn L.
Sigmundsson, Guðmundur Magnússon, Gunnar Vilhjálms-
son, Egill V. Egilsson, Jón Helgason, Viggó Gíslason,
Sigurður Matthíasson, Oddur Jónsson. Ennfremur: Jakob
G. Bjarnason, Guðlaugur Ilalldórsson og Frederik P.
Jensen.
Ennfremur viljum vjer vekja athygli yðar á því, að um
næstu mánaðamót útskrifast um 20 vjelstjóraefni. Munum
vjer eins og áður, eftir atvikum, ganga eins langt og oss
er unt í því, að mæla með að þeim verði veitt undanþága
til vjelstjórnar, ef þess gerist þörf.
Viðvíkjandi erindi yðar til ráðuneytisins og svari þess
viljuih vjcr taka það fram, að vjcr efumst ekki um, að
yður sje frá fornu fari kunn og skiljanleg aðstaða vor í
þessu máli, og vonum, að þjer getið orðið oss sammála
tnn, hve nauðsynlegt þáð cr, að undanþáguveitingum sje