Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 135
133
Frá yfh'hitaranum fer eimurinn (hiti urn 300° C)
til aðalvjelarinnar (B), H. Þ. strokks; er hann með
eimlokum eftir Lentx, gerð. Milli aðalvjelar og eim-
svalans er feld L. Þ. túrbína (E) ; er hún knúin
glateim aðalvjelarinnar. Vinnuþr. hennar er nál. 0,3
Atm. eimþr., og' 96—97% tóm í eimsvalanum. Hraði
turb. um 3070 sn. á mín. Knýr hún með viðfestum
snígilhjól-tengslum, sem minka hraðann, rakstraums-
ljósvjel. Snýst ljósvjelin 1000 sn. á mín. Er vjelasam-
stæða þessi feld á eina og sömu undirstöðu. Straum-
orka áminstrar ljósvjelar er notuð til lýsingar, til
þess að knýja svalavatnsdæluna (I), súgvjelina (H),
svo og til hitunar í eim-yfirhitaranum (C). Þessi raf-
orku-yfirhitari er settur milli H. Þ. og M. Þ. strokk-
anna. Vinnur hann sem milliyfirhitari. Hitar hann
eiminn um 40—60° C. Áður en eimurinn kemur í
yfirhitarann, fer hann í gegnum olíuhreinsarann
(M). Annar olíuhreinsari (D) er feldur í leiðsluna
milli L. Þ. strokks og turbínunnar. Ennfremur er
sérstæður eimsvali og þrístiga eimvatnshitari. Hitar
hann eimvatnið við venjulegan hraða upp í 130—
140° C.; tii hjálpar er þá tekinn afstreymis-eimur
frá strokkum aðalvjelarinnar.
Mál á aðalvjel eru þessi: Þvennál H. Þ. strokks
440 mm., M.Þ. strokks 730 mm., L.Þ. 1150 mm., slagl.
800 mm. Til þess að knýja vikavjelarnar er notuð
220 V spenna, en til ljósa 110 V. Er notuð 9 kw
straumbreytivjel. Breytir hún straumi túrbínuljós-
vjelarinnar úr 220 V í 110 V. Sjerstæð eimknúin ljós-
vjel, 30 kw, er notuð í höfnum bæði til ljósa og til