Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 74
72
uði enn, og gæti þá komið fyrir, að hann væri um
þann tíma ráðinn yfirvjelstjóri á skip, þar sem mað-
ur rneð fullum yfirvjelstjórarjettindum væri undir-
vjelstjóri, og þarf engum orðum að því að eyða,
hvert öfugmæli það væri, að slíkur maður ætti að
vera undir kyndara gefinn, og alt á ábyrgð vjelaó-
fróðs manns, þó að vjelarfróður maður væri til.
Enda þótt viðurkendur væri skortur á vjelstjór-
um, sem þó enginn er, þá getur hann ekki orðið
langvinnur, því að í vor útskrifast um 20 náms-
menn af Vjelstjóraskóla íslands, og annað eins að
ári. Er þá orðið það margt um vjelstjóra, að ekki
er annað sýnna en að þeir sjeu að verða of margir,
og að hvað úr hverju fari að blasa við þeim atvinnu-
skortur og önnur vandræði. Oss virðist og því vera
ástæðulaust nú, að fara að gera slíkt frv. að lögum.
Kröfur þær, sem gerðar eru um nám og undirbún-
ing til þeirra manna, er ætla að takast á hendur
yfirvjelstjórn, eru að lögum miklar hjer á iandi, og
þó eru þær enn meiri annarsstaðar, svo sem í Dan-
mörku og Svíþjóð. Það hefir jafnan verið ósk Vjel-
stjórafjelagsins, sem á sínum tíma gekst fyrir
stofnun Vjelstjóraskólans, að sníða kröfur þær, sem
gerðar yrðu til íslenskra vjelstjóra, sem mest eftir
kröfum þeirra þjóða, sem verklega væru komnar
lengst áleiðis, svo að þeir gætu staðið þeim vjel-
stjórum, sem best væru mentir, fyllilega jafnfætis.
Þetta er miklu meira heldur en metnaðarmál, því að
vjelfræðinni fleygir óðum fram, og vjelartegundum
er sífelt að fjölga, og þær að verða æ margbrotnari
og margbrotnari, en þegar svo stendur á, væri lítil