Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 72
70
yfirvjelstjórnar, nje heldur, að þörf sje á því, að
veita með öllu vjelarófróðum kyndurum heimild til
þess að fara með yfirvjelstjórn, ef vjelstjórum þess-
um er skipað rjett í skiprúm. Nú kynni að sýnast
svo, sem stjórninni hefði í þessu efni hrapallega
missýnst. Svo er að vísu, en þó verður hún ekki sök-
uð um það, því að til þess liggja skiljanlegar ástæð-
ur. Sannleikurinn er sá, að margir menn með yfir-
vjelstjórarjettindum samkv. gildandi lögum, sigla í
undirvjelstjórastöðum, og eru að bíða þar eftir því,
að einhverjar yfirvjelstjórastöður losni. Það er og
til, að yfirvjelstjóra mislíkar staða sín á skipi því,
sem hann er á, annaðhvort af því, að honum sinnast
við skipstjórnina eða útgerðina, eða af öðrum at-
vikum, svo að hann fer þegar úr stöðu sinni, er hann
kemur fyrst í höfn. Þá kann að standa svo á, að
fiskiflotinn sje mestur í hafi, svo að ekki verði þeg-
ar í stað gripið til þeirra undirvjelstjóra með yfir-
vjelstjórarjettindum, sem á öðrum skipum eru, og
tekur þá útgerðin, sem auðvitað vill komast hjá að
bíða atvinnutjón á því, að skipið bíði aðgerðalaust
dögum saman eftir einum manni, til þess úrræðis,
að fara til Stjórnarráðsins og segja því, að hún geti
ekki fengið yfirvjelstjóra, og biðja það um undan-
þágu fyrir líklegan kyndara. Þegar svona fer, er
ekki nema von, að stjórninni sýnist vera vjelstjóra-
skortur, enda þótt hann sje enginn. í veg fyrir þetta
væri auðvelt að komast með því afar eðlilega móti,
að lögskipa, að uppsagnarfrestur á yfirvjelstjóra-
stöðum skyldi vera hálfur eða jafnvel fullur mánuð-
ur. Með því móti ynnist útgerðunum tími til þess að