Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 71
69
slíkar undanþágur, en hvorki dylst oss það, að lýsing-
in í greinargerðinni á ástandinu er ekki í samræmi
við veruleikann, nje heldur hitt, að ef um vjelstjóra-
skort getur verið að ræða, þá fer heimild sú, er frum-
varpið á að veita, langt fram úr þeirri þörf, sem
menn kynnu að þykjast finna með rjettu.
Sem stendur sigla bæði á gufuskipum og vjelskip-
um 118 vjelstjórar, sem uppfylla þau skilyrði, sem
sett eru samkvæmt siglingalögunum um rjett til
þess að fara með það starf, og skiftast þeir þannig
niður á skipaflota landsins:
Á skipum Eimskipafjelags fslands, sem hafa 550
•—1400 hestafla vjelar, eru 20 vjelstjórar.
Á skipum ríkisins, sem hafa 550—1300 hestafla
vjelar, eru 14 vjelstjórar.
Á skipum Eimskipafjelags Suðurlands og Vestur-
lands, sem hafa 350—525 hestafla vjelar, eru 4
vjelstjórar, eða alls 38 vjelstjórar. En af þeim 80
vjelstjórum, sem eftir eru, sigla alt að því 70 á tog-
urum, sem hafa 450—800 hestafla vjelar, og eru
þau skip 40 talsins. Þessi skip hafa þvi öll nægilegan
kost yfii*vjelstjóra með fullum rjettindum. Um línu-
veiðarana er nokkuð öðru máli að gegna, því að vjel-
ar þeirra hafa ekki nema 75—300 hestöfl, og eru
þeir 32 talsins, en ekki eru á þeirn nema 10 vjelstjör-
ar með fullum rjettindum. Að öðru leyti fara þar
yfirvjelstjórar og undirvjelstjórar, er undanþágu
hafa fengið, með vjelarnar. í fiskiflotanum eru því
alls 72 skip, en alt að 80 vjelstjórum með fullum
rjettindum á að skipa, og verður af því ekki ályktað,
að neinn skortur sje á mönnum, sem hæfir sjeu til