Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 109
107
notuð í sömu þarfir, svo samanburður á þeim ei- svo
gott dæmi, sem völ er á; að vísu er eimskipið dálítið
eldra, svo útgjöld, svo sem vátrygging, eru talsvert
minni, þar eð nafnverð þess hefir verið fært niður
um nær því 2/5, en hins sára lítið. Einnig er þess að
gæta, að mótorskipið er nær því nýtt, svo kaup á
tækjum og því um líku til vjelarinnar eru af þeim
ástæðum nokkuð meiri. Kemur þar til greina ýmis-
legt efni og fleira, sem ætíð vantar í ný skip, en nóg
er til af í skipum, sem farin eru að eldast. Þessi tvö
atriði eru því varla sambærileg, þó önnur sjeu það
fullkomlega.
Það mun láta mjög nærri, að Dieselskipið hafi
verið 15% dýrara, beinlínis af þeirri ástæðu, að það
var Dieselskip; verða því vátryggingargjald og vext-
ir af því fje, sem í skipinu liggur, að sama skapi
hærri. En þó Dieselskipið hafi af öðrum útbúnaði
orðið dýrara, er ekki rjett að skrifa það á reikning
vj elartegundarinnar.
Eins og jeg’ þegar hefi sagt, eru skip þessi full-
komlega sambærileg, hvað eyðslu snertir, og læt jeg
því hjer með fylgja töflu, er sýnir eyðslu þeirra um
6 mánaða tíma. Tölurnar í töflu þessari eru teknar
úr skýrslum yfirmanna skipanna og aðeins lagðar
saman af mjer. Iljer ætti því ekki að vera um nein
missmíði að ræða, eða hlutdrægni á nokkurn hátt.