Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 21
19
fyrir skrifstofu. Tillaga þessi var samþykt með öll-
um greiddum atkvæðum. Við höfum í mörg ár í'und-
ið mjög til þess, hvað húsnæðisleysið bakaði okkur
mörg óþægindi við fjelagsstörfin, og rjeðumst því í
það í haust, að taka herbergi á leigu. Er það á Báru-
götu 9, í húsi Ilafliða Hafliðasonar vjelstjóra. Ákjós-
anlegast hefði verið að fá herbergi alveg við höfn-
ina, en á því var ekki kostur, nema þá svo gífurlega
dýru. Ilerbergi það, sem við leigjum nú, má telja
gott og nægilegt í svipinn. Kostar það 65 kr. á mán-
uði með liita, ljósi, ræstingu og aðgangi að síma.
Þetta er að visu mikið fje, en húsnæðislausir getum
við ekki verið.
Jeg þori að fullyrða, að allir þeir,
Skrifstoí'u- sem nú eru í fjelagsstjórninni,
maður. mundu vilja vinna og ynnu líka stór-
um meira fyrir fjelagið, ef ástæður
þeirra leyfðu, og öllum er þeim það ljóst, hve litlir
starfskraftarnir eru, og hve mjög það háir eðlilegum
vexti og framtaki fjelagsskaparins. Málefnum fje-
lagsins er nú svo komið, að þau verða naumast sóma-
samlega al' hendi leyst með ígripavinnu stjórnend-
anna.
Fyrir því fór fjelagsstjórnin fram á það í fyrra
að fá heimild til þess að taka launaðan starfsmann,
ef maður fengist, sem líklegur væri til þess að geta
unnið fjelaginu gagn, og væri við hendina að stað-
aldri. Eins og kunnugt er, eru tekjur fjelagsins eigi
svo miklar, að hægt sje að verja miklu fje í þessu
skyni. Við rjeðum þó af að gera tilraun í þessa
2‘