Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 12
Framtíð stjettar vorrar.
Hvað ber framtíðin í skauti sínu fyrir stjett vora?
Svo munu margir af oss hugsa nú um þessar mundir.
Þegar alt fjelagslíf þjóðarinnar er svo mjög á hverf-
anda hveli, jafnt; hjá háum sem lágum, þá er ekki
nema eðlilegt, að hver stjett innan þjóðfjelagsins
líti í sinn eigin barm og athugi, hvernig ástatt sje fyr-
ir sjer. Ef vjer hugleiðum lítið eitt starfsemi fjelags-
ins á liðnum árum, það markmið, sem fjelaginu var
sett í upphafi, og þann árangur, sem orðið hefir af
starfinu, þá er ekki hægt annað að segja, en að nokk-
uð hafi á unnist, þó mikið vanti á, að útkoman sje
eins góð og búast hefði mátt við af stjett, sem hefir
haft jafngóða aðstöðu og vjer óneitanlega höfum
haft að mörgu leyti.
Markmið það, sem fjelaginu var sett í upphafi, var
í fáum orðum þetta tvennt: Fyrst að vinna að því,
að á hverju innlendu skipi störfuðu aðeins menn með
fullum rjettindum, og að þau rjettindi væru nægi-
leg trygging fyiir því, að mennirnir væru starfi sínu
vaxnir í öllum aðalatriðum — og síðan að vinna að
því, að fá bætt kjör vjelstjóra, svo þau yrðu sam-
bærileg við kjör annara hiiðstæðra atvinnugreina í
landinu.
Hvemig okkur hafi tekist að ná þessu marki, má