Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 77
75
verið, svo að hann gæti ekkert um bætt, og að skip-
ið svo ræki upp í kletta og brotnaði, og yrði mann-
tjón; hver bæri þá ábyrgðina nema frumvarpið, og
hvernig skyldu ábyrgðarfjelögin snúast við því?
Og þó ekki væri verra, en að draga yrði skipið í höfn
vegna einhverrar smálöskunar á vjelinni, sem vjel-
stjórinn gæti ekki gert við vegna vankunnáttu, þá
hafa útgerðarfjelögin ekki efni á að verða við slík-
um óþarfa skakkaföllum. Og síðast en ekki síst þarf
viðhaldið á hinum dýru vjelum að vera gott, en því
meiri sem þekkingin er, því betra verður viðhaldið í
höndum samviskusams manns. Þjóðarauður lands-
ins er ekki svo mikill, að efni sjeu til þess, að láta
dýr tæki fara í súginn fyrir vankunnáttu.
Vjer væntum þess, að hið háa Alþingi sjái, að vjer
höfum rjettan málstað að verja, og væntum því, að
það verði við bón vorri og felli frv. En sjái þingið,
mót von, sjer það ekki fært, er það eindregin beiðni
vor, að frv. sje breytt á þann veg, að undanþágan
sje bundin við skip með alt að 300 hestafla vjelum,
og að hún sje bundin við nafn skips og manns, og
að það með tilliti til þess auka, sem verður á vjel-
stjórastjettinni á næstu tveim árum, verði ákveðið
í lögunum, að þau skuli gilda til ársloka 1932.
Reykjavík, 23. mars 1931.
Lotningarfylst.
F. h. Vjelstjórafjelags íslands.
Júlíus Kr. Ólafsson
(varaform.).