Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 15
13
þekkingar af öllum þeim mönnum, sem full rjettindi
fá,og álít jeg það í alla staði rjettmætt, og af því
mætti ætla, að ekki væri mikill munur á vjelstjóra-
hæfileikum þeirra manna, sem ná því takmarki, að
öðlast full rjettindi. En ef því væri þannig varið, að
mikill liluti manna væri eftir sem áður ófærir til
starfans, þá hlyti skilyrðunum fyrir starfanum að
vera mjög ábótavant. Því mergurinn málsins er hjer
sá, að jafnvel hinn lakasti á að vera fullfær til að tak-
ast starfið á hendur. Ef svo reynist ekki, virðist sem
kröfur þær, sem gerðar eru til mentunar vjelstjóra,
fari ekki í rjetta átt. En því er ekki þannig- varið,
að kröfurnar sjeu of litlar, heldur er það fyrirkomu-
lagið, sem skapast hefir í fiskiflotanum, sem er þess
valdandi, að aðfinslurnar hafa við nokkur rök að
styðjast.
Eftir að togaraútvegurinn hófst hjer á: landi, kom
brátt í ljós, að hjer þurfti að afla mönnum þekking-
ar á meðferð og hirðingu vjela, og voru það einkum
þeir menn, er stunduðu þessa atvinnu, sem mest og
best unnu að því, að koma því máli í framkvæmd með
stofnun vjelstjóraskóla og fleiru. Þeim var ]?að einn-
ig ljóst, að tii þess að ná því takmarki, að mega telj-
ast góður vjelstjóri, þá þurfa menn fyrst að vinna
um alllangt skeið með sjer betri mönnum; verða
menn þá síðar meir sjálfir færir um að takast starf-
ið á hendur. Sú stefna var tekin þegar í upphafi hjá
Eimskipafjelagi Islands, og þar af leiðandi er þar nú
alt í fastari skorðum; undirvjelstjórarnir fá þar
mikla verklega æfingu, áður en þeir verða yfirvjel-
stjórar. Stjómendur fjelagsins sýndu þegar í upp-
hafi góðan vilja í þessu máli og fullan skilning á því.