Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 10
8
gerðir verða næstu árin. Þó að nóg fordæmi séu fyrir
áminstu atriði, þá hefir mjer ávalt þótt það ógeðfelt.
Jeg hefi jafnan gert mjer svo háar hugmyndir um
stjettvísi og fjelagsþroska vjelstjóranna. Þeir hafa
sannanlega hjer góða sjerstöðu til myndunar á þrótt-
miklum fjelagsskap. Og ilt er til þess að vita, að þeir
skuli svo herfilega misskilja aðstöðu sína. Jeg hefði
að óreyndu ekki trúað vjelstjórunum til þeirrar
skammsýni, að fleygja útbyrðis því flothylkinu, sem
líklegast er til þess að halda þeim uppi í samkeppnis-
ölduróti því og stjórnmálahringiðu, sem nú er, illu
heilli, alls ráðandi í þjóðfjelaginu.
Þess er vissulega óskandi, að ekki verði nein trufl-
un á eðlilegum vexti fiskiflotans, en því miður eru
allmiklar horfur á, að einhver kyrstaða verði um
stund. Minkar þá eftirspurnin fljótlega eftir vjel-
stjórum, og strangara mat kemur til greina. Getur
þá vel farið svo, að þeir, sem nú virða félagsskapinn
að vettugi, sjái þann kostinn vænstan að æskja
verndar hans. En það mega þeir góðu menn vita, að
þá verða þeir nýliðar og hafa minni rjett en þeir
eldri. Tillaga mín, er jeg bar fram fyrir nokkrum
árum, um það, að rjettur manna í fjelaginu miðað-
ist við fjelagsaldur þeirra,einkum gagnvart styrktar-
sjóðnum, hlýtur að ná samþykki, áður en langt um
iíður, þó hún hlyti ekki hylli þeirra, sem um hana
fjölluðu þá. Eins og nú er, er órjettur framinn gagn-
vart þeim stjettvisu mönnum, sem styrkja fjelagið
bæði í orði og verki. Má ekki svo ganga til lengdar.
Reynslan sýnir, að fjelagslyndi margra er ekki meira
en það, að árgjaidið, — aðeins árgjaldið —, hrindir