Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 86
84
Ef til vill þykir sumum hart að gengið, að krefjast
tryggingar fyrir slíku láni, en vjer sjáum enga
ástæðu til þess að lána námsstyrk frekar en annað
tryggingarlaust, enda lífsábyrgð unglinga svo kostn-
aðarlítil, að þeir eiga hægt með að standa straum af
henni.
9. gr. er alveg ný grein í lögum styrktarsjóðsins,
en hún er svo sjálfsögð, að naumast er ástæða til
að skýra hana nánar. Það nær auðvitað engri átt, að
fjelagið taki börn vjelstjóra til uppeldis, án tillits til
efnahags þeirra eða ástæðna ,og ber að skiija grein-
ina svo, að styrk beri ekki að veita, nema eftir beiðni
aðstandenda barnsins, og þurfa þeir, sem í hlut eiga,
að hafa haft hugsun á því, að tilkynna styrktarmála-
nefndinni eða stjórninni það, ef aðstoðar þeirra er
óskað á einhvern hátt. Styrktarmálanefnd sjer svo
auðvitað um allar framkvæmdir við skiftaráðanda
og lætur ekkjunni, sem í hlut á, eða aðstandendum
barnanna í tje alla vitneskju og aðstoð. Ef til vill
þykir sumum meðlimum þetta of nærgöngult atriði
og of miklar kröfur gerðar til ekkna vjelstjóra, en
vjer getum ekki betur sjeð, en að þetta sje alveg
sjálfsögð skylda, sem aldrei megi vanrækja. Það þarf
ekki djúpt að grafa til þess að finna ástæðu fyrir
ákvæði þessu, og vjer efumst ekki um, að ef þetta
hefði fyr verið gert að lögum, hefðu sparast óþæg-
indi, og væri þá betur. Það er því eindregin tillaga
vor, að þessi grein verði samþykt, því það er alveg
sjálfsagt, að þetta fyrirkomulag komist á.
10. gr. Þar þarf engrar skýyingar við; hún er því
sem næst óbreytt frá fyrri lögum.
i