Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 41
39
1300,00 kr. Jafnframt var ákveðið að hafa mánað-
arlega eftirlit með rekstri þess, til þess að sjá,
hvernig því gengi. Lánið var veitt úr Valdimars-
sjóðnum, að fengnu samþykki stjórnar hans. Láns-
tíminn er óákveðinn, vextir 6 af hundraði.
Verkstæðið hefir gengið sæmilega í vetur, þrátt
fyrir atvinnukreppuna, og hagur þess heldur farið
batnandi.
Þá hefir fjelagsstjórnin kynt sjer ástæður frú
Svanhildar Sigurðardóttur, ekkju E. Eiríkssonar.
Eftir því, sem næst varð komist, er fjárhagur henn-
ar fremur þröngur. Efni eru lítil, og 4 börn. Við
höfum þó ekki enn gjört frekari ráðstafanir fyrir þá
fjölskyldu.
Eins og kunnugt er, hefir einn af fjelögum okkar,
hr. Bjarni Ámundason, verið mjög heilsutæpur síð-
astliðið ár og ekki getað stundað atvimiu nema
mjög slitrótt. Með því að heimili hans er mjög
þungt (5 börn), leitaði hann til fjelagsstjórnar-
innar um lán úr styrktarsjóði til bráðabirgða. Varð
fjelagsstjórnin við þeim tilmælum og lánaði honum
500,00 kr. um óákveðinn tíma. Síðar í vetur kom
það í ljós, að Bjarni var ekki fær um að stunda
atvinnu, og leitaði hann sjer hælisvistar á Vífils-
stöðum. Þegar svo fór, sá fjelagsstjórnin sjer ekki
fært að leggja fram fje, sem nægði heimili hans til
framfærslu, hvorki sem lán né styrk, með því að
svo mikið fé var ekki til handbært. Varð liann því
að leita til bæjarfélagsins, og fær heimili hans styrk
þaðan, meðan hann dvelur á hælinu.
Þá réðst félagsstjórnin í að lána ekkjufrú Jónu