Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 31
29
an lagt fram á Alþingi. Brjef þetta er prentað á
öðrum stað hjer í ritinu (bls. 67).
Var nú beðið þess, er verða vdldi. En það merki-
lega skeði, að frumvarpið hvarf, og spurðist ekki
til þess eftir það.
Annars eru afskifti af undanþáguveitingum og
eftirlit orðið eitthvert umfangsmesta og leiðinlegasta
málið, sem fjelagsstjórnin hefir með höndum. Eins
og kunnugt er, hefir vjelstjórum ekki fjölgað svo
ört, að hægt hafi verið að komast hjá því við og
við, að veita undanþágur frá vj elgæslulögunum. Til
þess að einhver hemill væri þó á þessu, hefir fje-
lagsstjórnin reynt að fylgjast með, og hafi hún
orðið þess vör, að undanþága hafi verið veitt að
nauðsynjalausu, hefir það verið kært fyrir skrán-
ingastjórunum. Smám saman hefir mál þetta kom-
ist í það horf, að ráðuneytið veitir nú yfirleitt ekki
undanþágu nema beiðnimar sjeu meðundirritaðar af
manni úr stjóm V. S. F. L, sem til þess er kvaddur,
og tekur ráðuneytið það sem sönnun fyrir því, að
rjettindamaður sje þá ekki fáanlegur.
Fjelagsstjórninni er það metnaðarmál, að vjel-
gæslulögunum sje ekki traðkað og að engu höfð.
Hefir hún því fúslega tekið á sig ómök og margt
aðkast, sem fylgt hefir afskiftum hennar af máli
þessu. Vj elgæslulögin eru sett stjettinni til verndar.
Ætti það því að vera sjerhverjum vjelstjóra bæði
naetnaðar- og kappsmál, að aðstoða stjórnina í þessu
starfi hennar. Það getur nefnilega staðið svo á, að
hún verði að kveðja menn til þess að skifta um
skiprúm, til þess að vama því, að undanþága sje